Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Þorgeir Helgason skrifar 29. desember 2016 07:00 Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messinn í miðbæ Reykjavíkur. vísir/daníel „Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun