Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Þorgeir Helgason skrifar 29. desember 2016 07:00 Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messinn í miðbæ Reykjavíkur. vísir/daníel „Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira