Ísraelskur hermaður sekur um manndráp Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 11:07 Elor Azaria með fjölskyldu sinni í dómsal í dag, áður en hann var dæmdur. Vísir/AFP Ísraelskur hermaður hefur verið fundinn sekur um manndráp (e. manslaughter) fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. Herdómstóll sakfelldi hinn 20 ára gamla Elor Azaria í dag, en hann skaut palestínskan mann sem hafði reynt að stinga ísraelskan hermann. Palestínumaðurinn, Abdel Fattah al-Sharif, hafði reynt að stinga annan ísraelskan hermann í borginni Hebron og var særður. Fimmtán mínútum síðar, þar sem Sharif lá á jörðinni skaut Azaria hann í höfuðið. Einn dómaranna þriggja sagði ljóst að útskýring Azaria að ógn hefði enn stafað af Sharif og að hann væri mögulega með sprengjubelti, héldi ekki vatni. Azaria hafði einnig haldið því fram að Sharif hefði þegar verið látinn þegar hann skaut hann. Dómarinn sagði að Azaria hefði ekki skotið manninn í sjálfsvörn og benti á vitnisburði yfirmanns Azaria og sjúkraflutningamanns. Þeir sögðu Azaria hafa sagt að Sharif ætti „skilið að deyja“ skömmu áður. Dómararnir höfnuðu einnig þeim málflutningi verjenda Azaria að Sharif hefði verið að teygja sig í hnífinn sem hann hafði verið með, þar sem mynbönd af vettvangi sýndu að hnífurinn hafði verið færður þangað sem Sharif næði ekki til hans. Dómarinn, sem heitir Maya Heller, sagði þá staðreynd að maðurinn á jörðinni hafi verið hryðjuverkamaður og að hann hafi reynt að taka líf ísraelskra hermanna, ekki réttlæta aðgerðir Azaria. Refsing Azaria hefur ekki verið ákveðin.Ráðherra er ósammála Hundruð mótmælenda mótmæltu fyrir utan herstöðina í Tel Aviv, þar sem réttarhöldin fóru fram. Réttarhöldin hafa valdið miklum deilum í Ísrael en fjölmargir telja þau óréttlát. Varnarmálaráðherra Ísrael segir niðurstöðuna vera „erfiða“ og að hann sé ósammála úrskurðinum. Avigdor Lieberman kallaði þó eftir því að niðurstaðan yrði virt.Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug lesenda, en það sýnir skotárásina. Myndbandið er frá In the Now, undirmiðli RT fréttastofunnar. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Ísraelskur hermaður hefur verið fundinn sekur um manndráp (e. manslaughter) fyrir að skjóta særðan mann í höfuðið. Herdómstóll sakfelldi hinn 20 ára gamla Elor Azaria í dag, en hann skaut palestínskan mann sem hafði reynt að stinga ísraelskan hermann. Palestínumaðurinn, Abdel Fattah al-Sharif, hafði reynt að stinga annan ísraelskan hermann í borginni Hebron og var særður. Fimmtán mínútum síðar, þar sem Sharif lá á jörðinni skaut Azaria hann í höfuðið. Einn dómaranna þriggja sagði ljóst að útskýring Azaria að ógn hefði enn stafað af Sharif og að hann væri mögulega með sprengjubelti, héldi ekki vatni. Azaria hafði einnig haldið því fram að Sharif hefði þegar verið látinn þegar hann skaut hann. Dómarinn sagði að Azaria hefði ekki skotið manninn í sjálfsvörn og benti á vitnisburði yfirmanns Azaria og sjúkraflutningamanns. Þeir sögðu Azaria hafa sagt að Sharif ætti „skilið að deyja“ skömmu áður. Dómararnir höfnuðu einnig þeim málflutningi verjenda Azaria að Sharif hefði verið að teygja sig í hnífinn sem hann hafði verið með, þar sem mynbönd af vettvangi sýndu að hnífurinn hafði verið færður þangað sem Sharif næði ekki til hans. Dómarinn, sem heitir Maya Heller, sagði þá staðreynd að maðurinn á jörðinni hafi verið hryðjuverkamaður og að hann hafi reynt að taka líf ísraelskra hermanna, ekki réttlæta aðgerðir Azaria. Refsing Azaria hefur ekki verið ákveðin.Ráðherra er ósammála Hundruð mótmælenda mótmæltu fyrir utan herstöðina í Tel Aviv, þar sem réttarhöldin fóru fram. Réttarhöldin hafa valdið miklum deilum í Ísrael en fjölmargir telja þau óréttlát. Varnarmálaráðherra Ísrael segir niðurstöðuna vera „erfiða“ og að hann sé ósammála úrskurðinum. Avigdor Lieberman kallaði þó eftir því að niðurstaðan yrði virt.Myndbandið hér að neðan gæti vakið óhug lesenda, en það sýnir skotárásina. Myndbandið er frá In the Now, undirmiðli RT fréttastofunnar.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira