Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 11:02 „Þvílíkt útsýni,“ var skrifað á Facebook-síðu Jamie Oliver þar sem birt var mynd af sjókví í Arnarfirði í vikunni. Fékk kokkurinn bágt fyrir frá mörgum sem eru á móti laxeldi. Facebook Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira