Veiddi þorsk svipað stóran og hann er sjálfur Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2017 10:00 Johannes Prötzner jr fékk draum sinn uppfylltan þegar hann veiddi stórþorsk úti fyrir Vestfjörðum. „Þetta hlýtur að vera Íslandsmet miðað við aldur,“ segir Róbert Schmidt, rekstrarstjóri hjá Iceland Pro Fishing, kátur í bragði. Róbert fór með austuríska feðga á sjóstöng um helgina og sonurinn, sem er 11 ára gutti að nafni Johannes Prötzner jr. setti í stórþorsk sem var 134 sentímetrar og um 20 kíló. „Johannes jr er ekki nema 150 sentímetrar á hæð eða 16 sentímetrum stærri en þorskurinn.“ Iceland Profishing á Suðureyri við Súgandafjörð tekur á móti fjölda manns á hverju ári sem kemur gagngert til landsins til að fara á sjóstöng. Róbert hefur ekki nákvæma tölu um gesti á ársgrundvelli, en giskar á að það séu rúmlega 700 manns. Einkum kemur fólk frá Þýskalandi og svo Austurríki. Eins og Johannes Prötzner.Kátir feðgar og Róbert með þann gula sem er vel vænn, eins og sjá má.„Já, foreldrar hans og hann hafa dvalið á Suðureyri í á aðra viku og hafa veitt vel. Strákurinn dró foreldrana til Íslands. Hann hafði lesið sig vel til á netinu og draumurinn var að veiða stórþorsk. Hann beið í viku eftir að ég losnaði og fór á sjóinn með þeim í morgun,“ segir Róbert. „Í fyrsta kasti kengbognar stöngin hans og hann réði ekkert við neitt blessaður. Ég tók stöngina og aðstoðaði hann við löndunina. Svo veiddi hann 2 karfa og var mjög ánægður með þá. Pabbi hans setti í 118 sentímetra þorsk á sama tíma sem var um 18 kg.“ Róbert segir uppselt hjá þeim í sjóstönginni í sumar. „Mikið að gera og við erum búnir að bóka um 50 prósent fyrir næsta sumar 2018. Það gengur glimrandi vel.“ Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera Íslandsmet miðað við aldur,“ segir Róbert Schmidt, rekstrarstjóri hjá Iceland Pro Fishing, kátur í bragði. Róbert fór með austuríska feðga á sjóstöng um helgina og sonurinn, sem er 11 ára gutti að nafni Johannes Prötzner jr. setti í stórþorsk sem var 134 sentímetrar og um 20 kíló. „Johannes jr er ekki nema 150 sentímetrar á hæð eða 16 sentímetrum stærri en þorskurinn.“ Iceland Profishing á Suðureyri við Súgandafjörð tekur á móti fjölda manns á hverju ári sem kemur gagngert til landsins til að fara á sjóstöng. Róbert hefur ekki nákvæma tölu um gesti á ársgrundvelli, en giskar á að það séu rúmlega 700 manns. Einkum kemur fólk frá Þýskalandi og svo Austurríki. Eins og Johannes Prötzner.Kátir feðgar og Róbert með þann gula sem er vel vænn, eins og sjá má.„Já, foreldrar hans og hann hafa dvalið á Suðureyri í á aðra viku og hafa veitt vel. Strákurinn dró foreldrana til Íslands. Hann hafði lesið sig vel til á netinu og draumurinn var að veiða stórþorsk. Hann beið í viku eftir að ég losnaði og fór á sjóinn með þeim í morgun,“ segir Róbert. „Í fyrsta kasti kengbognar stöngin hans og hann réði ekkert við neitt blessaður. Ég tók stöngina og aðstoðaði hann við löndunina. Svo veiddi hann 2 karfa og var mjög ánægður með þá. Pabbi hans setti í 118 sentímetra þorsk á sama tíma sem var um 18 kg.“ Róbert segir uppselt hjá þeim í sjóstönginni í sumar. „Mikið að gera og við erum búnir að bóka um 50 prósent fyrir næsta sumar 2018. Það gengur glimrandi vel.“
Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent