Despacito virðist hafa hleypt lífi í efnahag Púertó Ríkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 18:48 Luis Fonsi ræðir vinsældir lagsins Despacito í New York í maí síðastliðnum. Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira