Ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgar stöðugt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2017 21:00 Ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á dagsferðir hér á landi hefur fjölgað statt og stöðugt frá hruni og hafa aldrei verið fleiri. Hátt í fimm hundruð ferðaskipuleggjendaleyfi hafa verið gefin út frá árinu 2014 en þau eru eitt þúsund í heildina. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir hins vegar breytingu geta orðið á með áframhaldandi styrkingu krónunnar og sveiflna í efnahagskerfinu. „Styrking krónunnar birtist sér í lagi í því að það er dýrara að vera á Íslandi og getur auðvitað haft áhrif á neyslumynstur þeirra ferðamanna sem hingað koma þannig að það er kannski að þeir dragi aðeins úr sinni neyslu, sér í lagi á sviði afþreyinga þar sem ferðaskipuleggjendur starfa með sínar dagsferðir. Auðvitað getur þetta leitt til þess að það verði einhvers konar samþjöppun í fyrirtækjarekstri,“ segir Ólöf.Fagmennska og gæði eigi að vera í fyrirrúmi Vert sé að huga frekari gæðum og fagmennsku í rekstri. „Með þessari styrkingu krónunnar þá má auðvitað gera ráð fyrir því að reksturinn geti orðið erfiðari. Það er ekki á eins vísan að róa með hagnað og aukna arðsemi eins og var kannski, til dæmis árið 2015. Það getur leitt til einhverrar fækkunar fyrirtækja, það er að segja þeirra sem ekki hafa gert ráð fyrir þessum sveiflum sem íslenskt efnahagskerfi býður upp á í sínum rekstri,“ segir hún. „En hjá hinum sem upplifa auðvitað sömu aðstæður, að þá er ekkert ólíklegt að þau fyrirtæki sem til þess hafa svigrúm umbreyti sér að því að huga að gæðum og frekari gæðum í sínum rekstri, aukinni fagmennsku, geta boðið upp á vörur sem enn þá meira standast þær væntingar sem kannski kostnaðurinn gefur til kynna hjá þeim sem kaupa þjónustuna og það væri þá í sjálfu sér alls ekki neikvæð afleiðing þess. Það er það sem við viljum vera að stefna að – það er að tryggja gæði og fagmennsku innan íslenskrar ferðaþjónustu.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á dagsferðir hér á landi hefur fjölgað statt og stöðugt frá hruni og hafa aldrei verið fleiri. Hátt í fimm hundruð ferðaskipuleggjendaleyfi hafa verið gefin út frá árinu 2014 en þau eru eitt þúsund í heildina. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir hins vegar breytingu geta orðið á með áframhaldandi styrkingu krónunnar og sveiflna í efnahagskerfinu. „Styrking krónunnar birtist sér í lagi í því að það er dýrara að vera á Íslandi og getur auðvitað haft áhrif á neyslumynstur þeirra ferðamanna sem hingað koma þannig að það er kannski að þeir dragi aðeins úr sinni neyslu, sér í lagi á sviði afþreyinga þar sem ferðaskipuleggjendur starfa með sínar dagsferðir. Auðvitað getur þetta leitt til þess að það verði einhvers konar samþjöppun í fyrirtækjarekstri,“ segir Ólöf.Fagmennska og gæði eigi að vera í fyrirrúmi Vert sé að huga frekari gæðum og fagmennsku í rekstri. „Með þessari styrkingu krónunnar þá má auðvitað gera ráð fyrir því að reksturinn geti orðið erfiðari. Það er ekki á eins vísan að róa með hagnað og aukna arðsemi eins og var kannski, til dæmis árið 2015. Það getur leitt til einhverrar fækkunar fyrirtækja, það er að segja þeirra sem ekki hafa gert ráð fyrir þessum sveiflum sem íslenskt efnahagskerfi býður upp á í sínum rekstri,“ segir hún. „En hjá hinum sem upplifa auðvitað sömu aðstæður, að þá er ekkert ólíklegt að þau fyrirtæki sem til þess hafa svigrúm umbreyti sér að því að huga að gæðum og frekari gæðum í sínum rekstri, aukinni fagmennsku, geta boðið upp á vörur sem enn þá meira standast þær væntingar sem kannski kostnaðurinn gefur til kynna hjá þeim sem kaupa þjónustuna og það væri þá í sjálfu sér alls ekki neikvæð afleiðing þess. Það er það sem við viljum vera að stefna að – það er að tryggja gæði og fagmennsku innan íslenskrar ferðaþjónustu.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira