Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2017 12:15 Frá því verður greint hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert Downey hlyti uppreist æru, en leynd vegna þess hefur verið afar umdeild. Kompás Fallist hefur verið á kröfu fjölmiðla um aðgang að gögnum um Robert Downey. En, með takmörkunum þó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem vitnar í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Þar er vísað til kæru fréttamanns Ríkisútvarpsins í því samhengi en Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa einnig kært ákvörðun ráðuneytisins um synjun á aðgangi að téðum gögnum. Óskað var eftir að gangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram um beiðni um uppreist æru. „Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Með öðrum orðum þá verður greint frá því hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert hlyti uppreist æru, en að það lægi í þagnargildi hefur verið afar umdeilt, sem og ýmislegt annað í málinu öllu. Þar segir jafnframt að úrskurðarnefndin fallist þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“ Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag. Uppreist æru Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fallist hefur verið á kröfu fjölmiðla um aðgang að gögnum um Robert Downey. En, með takmörkunum þó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem vitnar í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Þar er vísað til kæru fréttamanns Ríkisútvarpsins í því samhengi en Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa einnig kært ákvörðun ráðuneytisins um synjun á aðgangi að téðum gögnum. Óskað var eftir að gangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram um beiðni um uppreist æru. „Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Með öðrum orðum þá verður greint frá því hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert hlyti uppreist æru, en að það lægi í þagnargildi hefur verið afar umdeilt, sem og ýmislegt annað í málinu öllu. Þar segir jafnframt að úrskurðarnefndin fallist þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“ Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag.
Uppreist æru Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira