Undirbúningur að smíði bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn hafinn Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. september 2017 11:32 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. Hreggviður Símonarson/Landhelgisgæslan Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira