„Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 14:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur í Sprengisandi í morgun. vísir/eyþór „Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42