Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 11:42 Frá blaðamannafundi Viðreisnar í dag. Vísir/Friðrik Þór Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent