Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 11:42 Frá blaðamannafundi Viðreisnar í dag. Vísir/Friðrik Þór Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Viðreisn kynnti nýja reiknivél, með hverri heimilin geta reiknað „hvað krónan kostar þau,“ á blaðamannafundi flokksins sem haldinn var nú skömmu fyrir hádegi í dag. Þá gerði flokkurinn grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar. Blaðamannafundur Viðreisnar var haldinn undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin“ klukkan 11 í dag. Oddvitar flokksins, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Gylfi Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson, stýrðu fundinum í kosningamiðstöð Viðreisnar.Vextir og matvælaverð standa upp úr „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra á fundinum í dag. Þorsteinn sagði enn fremur að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og „vaxtastigi náð verulega niður,“ auk þess sem matvælaverð verði lækkað með breyttum áherslum í stuðningi við landbúnað. Í þessu samhengi kynnti flokkurinn nýja reiknivél en með henni geta heimilin „reiknað fyrir sig hvað krónan kostar þau.“ Með reiknivélinni er hægt að sjá hversu lengi einstaklingar eru að vinna fyrir þeim kostnaði sem felst í krónunni.Tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu kosta um 19 milljarða umfram fjármálaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hvernig Viðreisn hyggst mæta þessum kostnaðarauka.ViðreisnErum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum Þá kynnti Viðreisn áætlanir sínar um að efla heilsugæslu, öldrunarþjónustu og auka framlög til geðheilbrigðismála. Flokkurinn vill einnig koma á „þjóðarsátt um leiðréttingu launa kvennastétta“ og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, snerti einnig á húsnæðismálum og lagði enn fremur áherslu á réttindi hinsegin fólks í kynningu sinni á fundinum. „Við erum í tossabekk þegar kemur að lagalegum réttindum,“ sagði Hanna Katrín um málaflokkinn.Blaðamannafund Viðreisnar má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Blaðamannafundur Viðreisnar: „Sýnum á spilin“ Viðreisn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11 og verður sýnt beint frá honum á Vísi. 22. október 2017 10:45
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30