Sigríður gefur kost á sér í komandi kosningum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. september 2017 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Uppreist æru Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Uppreist æru Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira