Hvetja fólk til að hætta að nota sogrör Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 20:41 Jarðarbúar nota fimm milljón sogrör á dag. vísir/getty Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segist hugleiða það að fjarlægja hin mjög svo óumhverfisvænu drykkjarrör af umbúðum G-mjólkurinnar. Þetta sagði Björn í samtali við Reykjavík síðdegis. Dóra Magnúsdóttir, verkefnisstjóri átaks um plastleysi, hvetur almenning til að taka höndum saman og hverfa frá sogrörunum. Vísir hafði samband við Dóru Magnúsdóttur, landfræðing, sem er ein átta kvenna sem stendur að átakinu Plastlaus september en hún er jafnframt verkefnisstjóri átaksins en hún hvetur Björn eindregið til þess að hætta með sogrörin. Þá segir hún einnig sé mikilvægt að almenningur átti sig á skaðsemi þeirra, þau valdi mikilli umhverfismengun og þau séu í raun algjör óþarfi. Björn sagði í útvarpsþættinum að MS hefði áður gert tilraun til þess að fjarlægja drykkjarrörið af G-mjólkurfernunum en við dræmar undirtektir neytenda. „Þá fengum við nú athugasemdir við það frá neytendum. Það virðist sem sumir séu nokkuð færir í að nota rörin til að hella út í kaffið.“ Björn segir að bæði fréttir af umhverfismengun Bandaríkjamanna og átakið Plastlaus september hafi orðið til þess að fyrirtækið hugleiði nú að fjarlægja sogrörin. Til þess að bregðast við þessu hyggst Björn leggja könnun fyrir neytendur til þess að athuga hvort vilji sé fyrir hendi. „Ég held að almenningur sé miklu meðvitaðri um umhverfisáhrif og neikvæð áhrif umbúða og það er náttúrulega ljóst að það þarf að minnka umbúðamagnið og efla endurvinnslufarvegi,“ segir Björn að lokum. Dóra segir almenning mjög háðan því að sjúga drykki en bendir á að það sé í rauninni algjör óþarfi. Ef ekkert verður að gert verða fleiri sogrör fleiri en fiskarnir í sjónum árið 2050. Jarðarbúar nota um 500 milljón einnota drykkjarröra á dag.Dóra stingur upp á einfaldri hugarfarsbreytingu: „Þegar við fáum okkur gosdrykk heima hjá okkur stingum við ekki rör í glasið okkar en það er eins og allt breytist við að fara á veitingastað þá stingur fólk plaströri ofan í glasið og sýgur drykkinn eins og eitthvað smábarn,“ segir Dóra sem segir þetta vera óþarfa. „Þetta er bull sem við erum búin að venja okkur á og bull sem er búið að „normalíserast.“ Við þurfum að kveikja á perunni og hugsa: „heyrðu, ég þarf ekkert plaströr í hvert skipti sem ég fæ mér drykk á veitingastað, ég bara drekk þetta eins og heima hjá mér,“ segir Dóra. Hún segir að átakið hafi gangið vonum framar: „Þetta hefur verið meiri og skemmtilegri vinna en við áttum von á. Við höfum samskipti við fólk í gegnum vefsíðuna og samfélagsmiðla.“ Þá hafa aðstandendur átaksins staðið fyrir ýmiss konar viðburðum.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur, en ein átta kvenna sem stendur að baki átakinu Plastlaus september.Dóra MagnúsdóttirDóra segir að sífellt fleiri sveitarfélög séu að hugleiða plast- og plastpokaleysi. „Það er svona stóra einfalda skrefið sem flestir geta tekið,“ bendir Dóra á.Hvers vegna er þessi tregða við að hreinlega banna plastpoka?„Það er kannski betra að vekja fólk til vitundarvakningar. Bann fyrir fólk sem hefur ekki vaknað til meðvitundar hljómar kannski eins og forræðishyggja. Ef þú ert búinn að átta þig á því hvað þetta er mikið vandamál og hvað það er auðvelt að sleppa plastpokunum þá finnst þér bannið bara sjálfsagt og eðlilegt,“ segir Dóra til útskýringar. Ég held það skipti miklu máli að hreyfa við og hrífa almenning með í þessari bylgju til þess að koma breytingum á. Það er það sem ég legg mikla áherslu á og okkur hefur tekist að hreyfa við ofboðslega mörgum.Hvað gerist síðan í október?„Þá er fólk vaknað. Þá er búið að hnippa í þig, þú búinn að velta fyrir þér vandanum og verða þér úti um margnota poka og þá detturðu ekkert aftur í sama farið,“ segir Dóra. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segist hugleiða það að fjarlægja hin mjög svo óumhverfisvænu drykkjarrör af umbúðum G-mjólkurinnar. Þetta sagði Björn í samtali við Reykjavík síðdegis. Dóra Magnúsdóttir, verkefnisstjóri átaks um plastleysi, hvetur almenning til að taka höndum saman og hverfa frá sogrörunum. Vísir hafði samband við Dóru Magnúsdóttur, landfræðing, sem er ein átta kvenna sem stendur að átakinu Plastlaus september en hún er jafnframt verkefnisstjóri átaksins en hún hvetur Björn eindregið til þess að hætta með sogrörin. Þá segir hún einnig sé mikilvægt að almenningur átti sig á skaðsemi þeirra, þau valdi mikilli umhverfismengun og þau séu í raun algjör óþarfi. Björn sagði í útvarpsþættinum að MS hefði áður gert tilraun til þess að fjarlægja drykkjarrörið af G-mjólkurfernunum en við dræmar undirtektir neytenda. „Þá fengum við nú athugasemdir við það frá neytendum. Það virðist sem sumir séu nokkuð færir í að nota rörin til að hella út í kaffið.“ Björn segir að bæði fréttir af umhverfismengun Bandaríkjamanna og átakið Plastlaus september hafi orðið til þess að fyrirtækið hugleiði nú að fjarlægja sogrörin. Til þess að bregðast við þessu hyggst Björn leggja könnun fyrir neytendur til þess að athuga hvort vilji sé fyrir hendi. „Ég held að almenningur sé miklu meðvitaðri um umhverfisáhrif og neikvæð áhrif umbúða og það er náttúrulega ljóst að það þarf að minnka umbúðamagnið og efla endurvinnslufarvegi,“ segir Björn að lokum. Dóra segir almenning mjög háðan því að sjúga drykki en bendir á að það sé í rauninni algjör óþarfi. Ef ekkert verður að gert verða fleiri sogrör fleiri en fiskarnir í sjónum árið 2050. Jarðarbúar nota um 500 milljón einnota drykkjarröra á dag.Dóra stingur upp á einfaldri hugarfarsbreytingu: „Þegar við fáum okkur gosdrykk heima hjá okkur stingum við ekki rör í glasið okkar en það er eins og allt breytist við að fara á veitingastað þá stingur fólk plaströri ofan í glasið og sýgur drykkinn eins og eitthvað smábarn,“ segir Dóra sem segir þetta vera óþarfa. „Þetta er bull sem við erum búin að venja okkur á og bull sem er búið að „normalíserast.“ Við þurfum að kveikja á perunni og hugsa: „heyrðu, ég þarf ekkert plaströr í hvert skipti sem ég fæ mér drykk á veitingastað, ég bara drekk þetta eins og heima hjá mér,“ segir Dóra. Hún segir að átakið hafi gangið vonum framar: „Þetta hefur verið meiri og skemmtilegri vinna en við áttum von á. Við höfum samskipti við fólk í gegnum vefsíðuna og samfélagsmiðla.“ Þá hafa aðstandendur átaksins staðið fyrir ýmiss konar viðburðum.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur, en ein átta kvenna sem stendur að baki átakinu Plastlaus september.Dóra MagnúsdóttirDóra segir að sífellt fleiri sveitarfélög séu að hugleiða plast- og plastpokaleysi. „Það er svona stóra einfalda skrefið sem flestir geta tekið,“ bendir Dóra á.Hvers vegna er þessi tregða við að hreinlega banna plastpoka?„Það er kannski betra að vekja fólk til vitundarvakningar. Bann fyrir fólk sem hefur ekki vaknað til meðvitundar hljómar kannski eins og forræðishyggja. Ef þú ert búinn að átta þig á því hvað þetta er mikið vandamál og hvað það er auðvelt að sleppa plastpokunum þá finnst þér bannið bara sjálfsagt og eðlilegt,“ segir Dóra til útskýringar. Ég held það skipti miklu máli að hreyfa við og hrífa almenning með í þessari bylgju til þess að koma breytingum á. Það er það sem ég legg mikla áherslu á og okkur hefur tekist að hreyfa við ofboðslega mörgum.Hvað gerist síðan í október?„Þá er fólk vaknað. Þá er búið að hnippa í þig, þú búinn að velta fyrir þér vandanum og verða þér úti um margnota poka og þá detturðu ekkert aftur í sama farið,“ segir Dóra.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira