Kafbátur NATO í Reykjavíkurhöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2017 13:28 Hér má sjá kafbátinn í Reykjavíkurhöfn en myndinni var deilt á Twitter-síðu tónlistarhússins Hörpu. TWITTER Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Æfingin fer fram við Íslandsstrendur að þessu sinni og kom kafbátur á vegum bandalagsins kom því inn til Reykjavíkurhafnar í dag. Báturinn er frá norska hernum en annar kafbátur frá Þýskalandi mun einnig koma til hafnar. Alls taka fimm kafbátar þátt í æfingunni sem fer fram úti á hafi sunnan við Vestmannaeyjar og fara hinir kafbátarnir þrír beint til æfingarinnar. Auk kafbátanna tveggja sem koma inn til hafnar munu sex herskip koma inn í Sundahöfn og vera þar yfir helgina samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.Sex herskip sem taka þátt í æfingunni koma inn til Sundahafnar og verða þar yfir helgina. Hér eru skip úti á Faxaflóa í dag.Níu ríki NATO taka þátt Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi æfing, sem kallast Dynamic Mongoose, hafi farið fram árlega frá árinu 2012 en hingað til alltaf við strendur Noregs. „Níu ríki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. taka þátt í æfingunni og leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Ríflega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni,“ segir í tilkynningunni. Ísland leggur til aðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk þess sem Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni, meðal annars með stjórnstöð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar. Stjórn æfingarinnar verður flutt frá flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi til öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli og verður það í fyrsta sinn sem þess konar æfingu er ekki stjórnað frá Northwood,“ segir í tilkynningu.Fjallað verður nánar um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Kafbátaeftirlitsæfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í dag og stendur til 6. júlí næstkomandi. Æfingin fer fram við Íslandsstrendur að þessu sinni og kom kafbátur á vegum bandalagsins kom því inn til Reykjavíkurhafnar í dag. Báturinn er frá norska hernum en annar kafbátur frá Þýskalandi mun einnig koma til hafnar. Alls taka fimm kafbátar þátt í æfingunni sem fer fram úti á hafi sunnan við Vestmannaeyjar og fara hinir kafbátarnir þrír beint til æfingarinnar. Auk kafbátanna tveggja sem koma inn til hafnar munu sex herskip koma inn í Sundahöfn og vera þar yfir helgina samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.Sex herskip sem taka þátt í æfingunni koma inn til Sundahafnar og verða þar yfir helgina. Hér eru skip úti á Faxaflóa í dag.Níu ríki NATO taka þátt Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi æfing, sem kallast Dynamic Mongoose, hafi farið fram árlega frá árinu 2012 en hingað til alltaf við strendur Noregs. „Níu ríki Atlantshafsbandalagsins, Bandaríkin, Noregur, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Pólland og Holland. taka þátt í æfingunni og leggja til fimm kafbáta, níu freigátur og eitt rannsóknarskip, auk 6-8 kafbátaleitarflugvéla og þyrla. Ríflega tvö þúsund manns mun taka þátt í æfingunni,“ segir í tilkynningunni. Ísland leggur til aðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk þess sem Landhelgisgæslan tekur þátt í æfingunni, meðal annars með stjórnstöð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Varðskipið Týr, flugvél gæslunnar og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar. Stjórn æfingarinnar verður flutt frá flotastjórn Atlantshafsbandalagsins í Northwood í Bretlandi til öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli og verður það í fyrsta sinn sem þess konar æfingu er ekki stjórnað frá Northwood,“ segir í tilkynningu.Fjallað verður nánar um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira