Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Ingvar Þór Björnsson skrifar 23. júní 2017 20:01 Jökulsárlón Vísir/Vilhelm Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta. Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta.
Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00