Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Ingvar Þór Björnsson skrifar 23. júní 2017 20:01 Jökulsárlón Vísir/Vilhelm Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta. Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta.
Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00