Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Ingvar Þór Björnsson skrifar 23. júní 2017 20:01 Jökulsárlón Vísir/Vilhelm Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta. Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta.
Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00