Pizzan er matur fólksins Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. desember 2017 09:00 Fila og Gucci verða Pizza í meðferð Þorgeirs eins má sjá. Vísir/Anton Brink Í dag opnar á Flatey Pizza á Grandagarði sýning og búð þar sem Þorgeir K. Blöndal, hönnuður og Vaka Njálsdóttir, ljósmyndari sýna og selja „falsaða“ boli frá ítölskum hönnuðum þar sem nafninu á hönnunarhúsinu hefur verið skipt út fyrir orðið Pizza. „Þegar ég var í útskriftarferðinni eftir að hafa klárað Verzló, á Marmaris, sá ég rosalega mikið af fölsuðum vörum frá stórum tískuframleiðendum eins og Louis Vuitton, Gucci og þannig. Það skemmtilega var þegar maður spurði sölumennina að gamni sínu hvort að þetta væri ekta svöruðu þeir alltaf að þetta væri „turkish real.“ Það var eiginlega innblásturinn. Hugmyndin var að breyta þessu „high class“ merki í eitthvað sem allir í rauninni gætu átt og ég kallaði konseptið þá Real italian flavor,“ segir Þorgeir. Aðspurður að því afhverju orðið pizza komi í staðinn fyrir nöfn hönnuðana segir Þorgeir mér að svarið við því sé tvíþætt – annars vegar vegna þess að þegar hann var í Verzló hafi einn félagi fallið og þurft að sækja annan framhaldsskóla og þeir félagarnir hafi því alltaf hist í pizzu á þriðjudögum til halda vinskapnum gangandi, siður sem hefur haldist gangandi allt síðan 2013. Hinsvegar vegna þess hve alþýðlegur matur pizzan er. „Þetta er matur allra – pizzan getur verið fínn matur, pizzan getur verið skyndibiti. Pizzan hefur náð að verða óháð nánast allri menningu, þó auðvitað komi hún upphaflega frá Ítalíu. Þetta er matur sem hentar öllum – matur fólksins.“Hvernig verður sýningin sett upp hjá ykkur? „Vaka Njálsdóttir hefur verið að vinna í þessu með mér og við erum búin að vera að búa til efni – til að mynda zine sem verður þarna á boðstólnum, með ljósmyndum og öðru. Svo verða þarna bolir sem fólk getur komið og keypt.“ Þetta verður síðasti séns á að eignast svona bol frá Þorgeiri enda verða ekki fleiri framleiddir. En hann segist heldur betur ekki vera búinn að skilja við pizzuna þó að hann sé hættur að nota hana sem staðgengil fyrir nöfnum á ítölskum hátískumerkjum. „Ég er líklega að fara að nota pizzuna í önnur konsept. Ég hef áður notað pizzuna í verkefni sem ég hef gert. Í sjálfstæðum verkum sem ég geri hef ég gaman að því að nota pizzuna. Þetta er matur fólksins, pizzan er fyrir alla.“ Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Í dag opnar á Flatey Pizza á Grandagarði sýning og búð þar sem Þorgeir K. Blöndal, hönnuður og Vaka Njálsdóttir, ljósmyndari sýna og selja „falsaða“ boli frá ítölskum hönnuðum þar sem nafninu á hönnunarhúsinu hefur verið skipt út fyrir orðið Pizza. „Þegar ég var í útskriftarferðinni eftir að hafa klárað Verzló, á Marmaris, sá ég rosalega mikið af fölsuðum vörum frá stórum tískuframleiðendum eins og Louis Vuitton, Gucci og þannig. Það skemmtilega var þegar maður spurði sölumennina að gamni sínu hvort að þetta væri ekta svöruðu þeir alltaf að þetta væri „turkish real.“ Það var eiginlega innblásturinn. Hugmyndin var að breyta þessu „high class“ merki í eitthvað sem allir í rauninni gætu átt og ég kallaði konseptið þá Real italian flavor,“ segir Þorgeir. Aðspurður að því afhverju orðið pizza komi í staðinn fyrir nöfn hönnuðana segir Þorgeir mér að svarið við því sé tvíþætt – annars vegar vegna þess að þegar hann var í Verzló hafi einn félagi fallið og þurft að sækja annan framhaldsskóla og þeir félagarnir hafi því alltaf hist í pizzu á þriðjudögum til halda vinskapnum gangandi, siður sem hefur haldist gangandi allt síðan 2013. Hinsvegar vegna þess hve alþýðlegur matur pizzan er. „Þetta er matur allra – pizzan getur verið fínn matur, pizzan getur verið skyndibiti. Pizzan hefur náð að verða óháð nánast allri menningu, þó auðvitað komi hún upphaflega frá Ítalíu. Þetta er matur sem hentar öllum – matur fólksins.“Hvernig verður sýningin sett upp hjá ykkur? „Vaka Njálsdóttir hefur verið að vinna í þessu með mér og við erum búin að vera að búa til efni – til að mynda zine sem verður þarna á boðstólnum, með ljósmyndum og öðru. Svo verða þarna bolir sem fólk getur komið og keypt.“ Þetta verður síðasti séns á að eignast svona bol frá Þorgeiri enda verða ekki fleiri framleiddir. En hann segist heldur betur ekki vera búinn að skilja við pizzuna þó að hann sé hættur að nota hana sem staðgengil fyrir nöfnum á ítölskum hátískumerkjum. „Ég er líklega að fara að nota pizzuna í önnur konsept. Ég hef áður notað pizzuna í verkefni sem ég hef gert. Í sjálfstæðum verkum sem ég geri hef ég gaman að því að nota pizzuna. Þetta er matur fólksins, pizzan er fyrir alla.“
Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira