Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. desember 2017 13:53 Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Vísir/Eyþór Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig. Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig.
Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29