The Square sópar til sín verðlaunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2017 22:44 Aðstandendur The Square hirtu sex verðlaun í Berlín í kvöld. Vísir/afp Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðstandendur sænsku kvikmyndarinnar The Square fögnuðu ákaft í höfuðborg Þýskalands í dag enda ærin ástæða til því hópurinn vann til sex verðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Evrópska kvikmyndaverðlaunahátíðin var haldin í Berlín með pompi og prakt í þrítugasta skiptið í kvöld. Kvikmyndaverðlaunin voru í beinni útsendingu á vefsvæði helguðu hátíðinni.Sænski leikstjórin Rubin Östlund á fullt í fangi. The Square hlaut auk þess Gullpálmann í Cannes á þessu ári.Vísir/afpThe Square var með eindæmum sigursæl á hátíðinni og sópaði kvikmyndin til sín helstu verðlaunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang. Myndin segir frá fráskilda safnstjórarnum Christian sem rekur listagallerí. Til stendur að setja upp sýninguna „Ferninginn“ sem er eins konar innsetning þar sem safngestum býðst að ganga inn í tiltekið rými sem er ferningslaga. Verkinu er ætlað að vera eins konar hugvekja um ábyrgð okkar allra gagnvart náunganum og sér í lagi gagnvart þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Kynningarstiklu fyrir myndina má sjá að neðan.Safngestum býðst að sýna í verki eigin fórnfýsi og ósérplægni. Ekki líður á löngu þar til safnstjóranum verður ljóst hversu erfitt það reynist honum að haga lífinu í samræmi við eigin göfugu hugsjónir. Það reynir ekki síst á manndóm hans þegar hann verður fyrir barðinu á smáglæpamanni en þá fer af stað afar pínleg atburðarás.Danski leikarinn Claes Bang hlaut verðlaun sem besti leikari í Evrópu á árinu 2017. Hann fór með hlutverk listsafnstjórans seinheppna í The SquareVísir.is/afpAðstandendur The Square sópuðu ekki til sín öllum verðlaununum þrátt fyrir að þau hafi vissulega verið mörg en heimildarmyndin Communion sem Anna Zamecka leikstýrði var valin besta heimildarmynd ársins 2017. Alexandra Borbély hlaut verðlaunin sem besta evrópska leikkona ársins 2017 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni On Body and Soul. Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sokurov var heiðraður á verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna.Hér er hægt að fræðast meira um kvikmyndaverðlaunin.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira