Prófessor í sýklafræði segir að hafa þurfi áhyggjur af auknum innflutningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 18:11 Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans. Vísir/Stefán Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl. Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl.
Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48
Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33