Prófessor í sýklafræði segir að hafa þurfi áhyggjur af auknum innflutningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 18:11 Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans. Vísir/Stefán Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl. Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl.
Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48
Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33