Lawrence leikur Agnesi Magnúsdóttur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:02 Jennifer Lawrence hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Vísir/Getty Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira