Íslendingar flýja regnið Sæunn Gísladóttir skrifar 1. júlí 2017 06:00 Íslendingar fara helst til Tenerife þegar skúrir eru hér á landi. vísir/epa „Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
„Fólk hringir og vill fara og vill helst bara fara strax eftir hádegi. Það er sáralítið eftir af sólarlandaferðum í júlímánuði.“ Þetta segir Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni VITA. Svalt hefur verið í veðri víða um landið og skúrir. Ekki er útlit fyrir batnandi veður á næstunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og virðast Íslendingar því í auknum mæli vera að hoppa út í sól. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið. Fjölskyldan er komin í fríið, þau langar í sólina. Fólk vill leyfa börnunum sínum að labba um án þess að þau séu í pollagöllum,“ segir Guðrún. Hún segir meiri ásókn í sólina nú en í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukinni eftirspurn núna, sé miðað við sama tíma í fyrra sé EM í fótbolta sem dró marga til Frakklands til að fylgjast með ævintýrum íslenska landsliðsins. Krít, Tenerife og aðrir áfangastaðir á Spáni eru vinsælir hjá VITA. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, finnur einnig fyrir meiri eftirspurn. „Það er svolítið sérstakt að það þarf stundum nokkra daga í einu af slæmu veðri. Kannski heldur fólk að veðrið breytist eftir nokkra daga. En þegar fólk er búið að vera í rigningartíð í þrjá fjóra daga og spáin ekki góð þá kemur holskeflan. Við höfum fundið fyrir því síðustu daga. Ég held að veðráttan spili dálítið mikið inn núna.“ Aukningin sé mikil í sumar en enn meiri áhugi sé fyrir ferðum í haust. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri hjá Úrval Útsýn, segir fólk vera að stökkva í sólina. „Kanarí er mjög vinsælt, Almería er líka mjög vinsælt sem og Alicante og Tenerife. Það er töluverður munur milli ára – aukning.“ Svo er almennt meiri ferðagleði hjá Íslendingum að mati Þórunnar. „Það er mikilvægt að Íslendingar létti á þjóðvegi 1 og fari í sólina á meðan útlendingarnir eru hérna,“ segir hún kímin. Forsvarsmenn leitarvélarinnar Dohop segjast ekki taka eftir því að fólk sé að bóka í flýti í sólina hjá þeim. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu í ferðalögum almennt, allt að 50%, en ekki sérstaklega núna með skömmum fyrirvara,“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira