Markaðssetningu erlendra veðbanka sé beint að íslenskum ungmennum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Óvenju margir tippuðu á leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Erlendir veðbankar sem bjóða tippurum upp á að veðja á leiki yngri flokka í íslenskri knattspyrnu gera það til þess að lokka inn yngri íslenska tippara. Þetta er mat Péturs Hrafns Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að íslenskir tipparar hafi mokgrætt á leik Fylkis og Fram í 2. flokki í knattspyrnu karla. Höfðu tipparar upplýsingar um liðsskipan sem veðbankar höfðu ekki. „Spurningin snýst um hvers vegna erlendu fyrirtækin bjóða upp á þessa leiki ef þau eru að tapa á þeim. Það er enginn í rekstri til að tapa,“ segir Pétur. Hann segir veðbankana líta á tapið sem markaðskostnað. Þá segir hann að rannsóknir Daníels Ólafssonar, prófessors við HÍ, sýni fram á orsakasamhengi þess að vinna stórt í byrjun og þróa með sér spilafíkn.ARN Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi KópavogurPétur segir veðmálin auka líkur á hagræðingu úrslita. Þegar tippari þarf að bíða lengi án sigurs gæti hann leitað til leikmanna um að hagræða úrslitum. Málþing um hættuna af hagræðingu úrslita fer fram í HR klukkan 12 í dag. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR og umsjónarmaður málþingsins, segir veðmál orðin praktískt vandamál. „Þetta er farið að ógna heilbrigði íþróttanna. Menn hafa áhyggjur af þessu,“ segir hann. Arnar bendir á að freistingar fyrir leikmenn hafi aukist með tilkomu veðmála um jaðarþætti á borð við innköst. „Þeir gætu sagt við sjálfa sig að þeir ráði engu um úrslitin þótt þeir sparki boltanum út af.“ Arnar Þór segir enn fremur að þetta hljóti að hrista allan grundvöll íþrótta í heiminum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. 30. mars 2017 14:15 Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmálafyrirtæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað. 29. mars 2017 06:00 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Erlendir veðbankar sem bjóða tippurum upp á að veðja á leiki yngri flokka í íslenskri knattspyrnu gera það til þess að lokka inn yngri íslenska tippara. Þetta er mat Péturs Hrafns Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að íslenskir tipparar hafi mokgrætt á leik Fylkis og Fram í 2. flokki í knattspyrnu karla. Höfðu tipparar upplýsingar um liðsskipan sem veðbankar höfðu ekki. „Spurningin snýst um hvers vegna erlendu fyrirtækin bjóða upp á þessa leiki ef þau eru að tapa á þeim. Það er enginn í rekstri til að tapa,“ segir Pétur. Hann segir veðbankana líta á tapið sem markaðskostnað. Þá segir hann að rannsóknir Daníels Ólafssonar, prófessors við HÍ, sýni fram á orsakasamhengi þess að vinna stórt í byrjun og þróa með sér spilafíkn.ARN Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi KópavogurPétur segir veðmálin auka líkur á hagræðingu úrslita. Þegar tippari þarf að bíða lengi án sigurs gæti hann leitað til leikmanna um að hagræða úrslitum. Málþing um hættuna af hagræðingu úrslita fer fram í HR klukkan 12 í dag. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR og umsjónarmaður málþingsins, segir veðmál orðin praktískt vandamál. „Þetta er farið að ógna heilbrigði íþróttanna. Menn hafa áhyggjur af þessu,“ segir hann. Arnar bendir á að freistingar fyrir leikmenn hafi aukist með tilkomu veðmála um jaðarþætti á borð við innköst. „Þeir gætu sagt við sjálfa sig að þeir ráði engu um úrslitin þótt þeir sparki boltanum út af.“ Arnar Þór segir enn fremur að þetta hljóti að hrista allan grundvöll íþrótta í heiminum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. 30. mars 2017 14:15 Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmálafyrirtæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað. 29. mars 2017 06:00 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. 30. mars 2017 14:15
Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmálafyrirtæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað. 29. mars 2017 06:00