Markaðssetningu erlendra veðbanka sé beint að íslenskum ungmennum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Óvenju margir tippuðu á leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Erlendir veðbankar sem bjóða tippurum upp á að veðja á leiki yngri flokka í íslenskri knattspyrnu gera það til þess að lokka inn yngri íslenska tippara. Þetta er mat Péturs Hrafns Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að íslenskir tipparar hafi mokgrætt á leik Fylkis og Fram í 2. flokki í knattspyrnu karla. Höfðu tipparar upplýsingar um liðsskipan sem veðbankar höfðu ekki. „Spurningin snýst um hvers vegna erlendu fyrirtækin bjóða upp á þessa leiki ef þau eru að tapa á þeim. Það er enginn í rekstri til að tapa,“ segir Pétur. Hann segir veðbankana líta á tapið sem markaðskostnað. Þá segir hann að rannsóknir Daníels Ólafssonar, prófessors við HÍ, sýni fram á orsakasamhengi þess að vinna stórt í byrjun og þróa með sér spilafíkn.ARN Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi KópavogurPétur segir veðmálin auka líkur á hagræðingu úrslita. Þegar tippari þarf að bíða lengi án sigurs gæti hann leitað til leikmanna um að hagræða úrslitum. Málþing um hættuna af hagræðingu úrslita fer fram í HR klukkan 12 í dag. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR og umsjónarmaður málþingsins, segir veðmál orðin praktískt vandamál. „Þetta er farið að ógna heilbrigði íþróttanna. Menn hafa áhyggjur af þessu,“ segir hann. Arnar bendir á að freistingar fyrir leikmenn hafi aukist með tilkomu veðmála um jaðarþætti á borð við innköst. „Þeir gætu sagt við sjálfa sig að þeir ráði engu um úrslitin þótt þeir sparki boltanum út af.“ Arnar Þór segir enn fremur að þetta hljóti að hrista allan grundvöll íþrótta í heiminum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. 30. mars 2017 14:15 Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmálafyrirtæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað. 29. mars 2017 06:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Erlendir veðbankar sem bjóða tippurum upp á að veðja á leiki yngri flokka í íslenskri knattspyrnu gera það til þess að lokka inn yngri íslenska tippara. Þetta er mat Péturs Hrafns Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að íslenskir tipparar hafi mokgrætt á leik Fylkis og Fram í 2. flokki í knattspyrnu karla. Höfðu tipparar upplýsingar um liðsskipan sem veðbankar höfðu ekki. „Spurningin snýst um hvers vegna erlendu fyrirtækin bjóða upp á þessa leiki ef þau eru að tapa á þeim. Það er enginn í rekstri til að tapa,“ segir Pétur. Hann segir veðbankana líta á tapið sem markaðskostnað. Þá segir hann að rannsóknir Daníels Ólafssonar, prófessors við HÍ, sýni fram á orsakasamhengi þess að vinna stórt í byrjun og þróa með sér spilafíkn.ARN Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi KópavogurPétur segir veðmálin auka líkur á hagræðingu úrslita. Þegar tippari þarf að bíða lengi án sigurs gæti hann leitað til leikmanna um að hagræða úrslitum. Málþing um hættuna af hagræðingu úrslita fer fram í HR klukkan 12 í dag. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR og umsjónarmaður málþingsins, segir veðmál orðin praktískt vandamál. „Þetta er farið að ógna heilbrigði íþróttanna. Menn hafa áhyggjur af þessu,“ segir hann. Arnar bendir á að freistingar fyrir leikmenn hafi aukist með tilkomu veðmála um jaðarþætti á borð við innköst. „Þeir gætu sagt við sjálfa sig að þeir ráði engu um úrslitin þótt þeir sparki boltanum út af.“ Arnar Þór segir enn fremur að þetta hljóti að hrista allan grundvöll íþrótta í heiminum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. 30. mars 2017 14:15 Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmálafyrirtæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað. 29. mars 2017 06:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. 30. mars 2017 14:15
Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Fjárhættuspilarar fá hagstæða stuðla á leiki í 2. flokki þar sem veðmálafyrirtæki vita síður af meiðslum og fjarvistum leikmanna. KSÍ er uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Faðir leikmanns óttast að leikmönnum verði mútað. 29. mars 2017 06:00