Snemma sumars í fyrra fór Browning út á land og batt þotuhreyfla við hendur sínar og fætur. Þá reyndi hann að fljúga, en án árangurs. Nokkrum mánuðum síðar hafa hreyflarnir tekið nokkrum breytingum og fjölgað aðeins.
Browning er þó ekki farinn að fljúga enn, en hann getur svifið um.
Hann var í viðtali við Wired nýlega og þar sagði hann draum sinn vera að maður gæti gengið út í garð, tekið á loft og flogið hvert sem maður vill. Browning segir þó að langt sé í að sá draumur rætist, en hann heldur ótrauður áfram.