Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2017 20:37 Ferðamenn við gönguleið upp að heitu laugunum í Reykjadal. Vísir/Pjetur Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira