Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 18:53 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hefur tamið sér að tala tæpitungulaust um þrifnað í störfum sínum í Hússtjórnarskólanum. Vísir/Vilhelm Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira