Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 18:53 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hefur tamið sér að tala tæpitungulaust um þrifnað í störfum sínum í Hússtjórnarskólanum. Vísir/Vilhelm Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent