Neytendasamtökin senda kvörtun vegna fiskmarkaða til Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 13:18 Vísir/Egill Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels