Þingmaður Pírata „brjálaður“ yfir skertum framlögum Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 19:45 Gunnar Hrafn Jónsson. visir/Eyþór Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01
Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58