Segir hugmyndir Ragnars algjörlega óraunhæfar og gamaldags 5. ágúst 2017 13:35 Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir að breytinga sé þörf en ekki eins og formaður VR leggur þær upp. Vísir/Vilhelm Formaður VR vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi og segir það dapurega þróun að grunnhugmyndin um frídag verslunarmanna frá árinu 1894 sé að hverfa. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir hins vegar að efla þurfi þjóustu á þessum degi.Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á frídegi verslunarmanna en ættu að vera í fríi. Margrét Sanders, formaður Samtak verslunar og þjónustu, segir þetta hafa verið hluta af eðlilegri þróun að verslunarmenn hafi opið á þessum degi og finnst hugmynd formanns VR ekki góð. „Persónulega held ég að þetta sé algjörlega óraunhæft. Þetta er mikill ferðadagur, hvar ætlarðu að setja mörkin? Eru það bara verslanir eða sjoppur líka? Bensínstöðvar - þær eru orðnar mikið til sjálfvirkar en það er það sama,“ segir Margrét. Formaður VR vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. Margrét segir að skoða þurfi alla frídaga í heild sinni.Sjá einnig: Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegiRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. Vísir/Stefán„Ég held að þetta snúi miklu frekar að því að frídagar almennt, eins og frídagur verslunarmanna sem og fyrsti maí og annar í páskum og fleiri, að við þurfum bara að skoða þetta í heild sinni. Ég held að það sé algjörlega hægt að gera breytingar en að loka á þessum dögum það held ég að það sé bara algjörlega óraunhæft og gamaldags.“ Formaður VR segir í Fréttablaðinu í morgun það vera skyldu VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga, fyrst og fremst til þess að tryggja að fólk fái sitt frí, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Margrét segir að gera þurfi heildarbreytingu á frídögum. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef heyrt að þetta sé vandamál, það er það alls ekki. Ég held að það sé miklu meira vandamál að við séum ekki með nægjanlega mikinn sveigjanleika fyrir fólkið okkar, varðandi vinnutíma og fleira. Ég nefni stundum í þessu samhengi að skólarnir byrjuðu og enduðu miðað við rollurnar og við köllum þetta rolludagatal. Þetta er svipað með frídaga að við erum svo föst í einhverjum formum að við ættum að horfa á breytingarnar sem heild,“ segir Margrét Sanders, formaður SVÞ. Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Formaður VR vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi og segir það dapurega þróun að grunnhugmyndin um frídag verslunarmanna frá árinu 1894 sé að hverfa. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir hins vegar að efla þurfi þjóustu á þessum degi.Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á frídegi verslunarmanna en ættu að vera í fríi. Margrét Sanders, formaður Samtak verslunar og þjónustu, segir þetta hafa verið hluta af eðlilegri þróun að verslunarmenn hafi opið á þessum degi og finnst hugmynd formanns VR ekki góð. „Persónulega held ég að þetta sé algjörlega óraunhæft. Þetta er mikill ferðadagur, hvar ætlarðu að setja mörkin? Eru það bara verslanir eða sjoppur líka? Bensínstöðvar - þær eru orðnar mikið til sjálfvirkar en það er það sama,“ segir Margrét. Formaður VR vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. Margrét segir að skoða þurfi alla frídaga í heild sinni.Sjá einnig: Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegiRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. Vísir/Stefán„Ég held að þetta snúi miklu frekar að því að frídagar almennt, eins og frídagur verslunarmanna sem og fyrsti maí og annar í páskum og fleiri, að við þurfum bara að skoða þetta í heild sinni. Ég held að það sé algjörlega hægt að gera breytingar en að loka á þessum dögum það held ég að það sé bara algjörlega óraunhæft og gamaldags.“ Formaður VR segir í Fréttablaðinu í morgun það vera skyldu VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga, fyrst og fremst til þess að tryggja að fólk fái sitt frí, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Margrét segir að gera þurfi heildarbreytingu á frídögum. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef heyrt að þetta sé vandamál, það er það alls ekki. Ég held að það sé miklu meira vandamál að við séum ekki með nægjanlega mikinn sveigjanleika fyrir fólkið okkar, varðandi vinnutíma og fleira. Ég nefni stundum í þessu samhengi að skólarnir byrjuðu og enduðu miðað við rollurnar og við köllum þetta rolludagatal. Þetta er svipað með frídaga að við erum svo föst í einhverjum formum að við ættum að horfa á breytingarnar sem heild,“ segir Margrét Sanders, formaður SVÞ.
Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00