Segir hugmyndir Ragnars algjörlega óraunhæfar og gamaldags 5. ágúst 2017 13:35 Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir að breytinga sé þörf en ekki eins og formaður VR leggur þær upp. Vísir/Vilhelm Formaður VR vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi og segir það dapurega þróun að grunnhugmyndin um frídag verslunarmanna frá árinu 1894 sé að hverfa. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir hins vegar að efla þurfi þjóustu á þessum degi.Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á frídegi verslunarmanna en ættu að vera í fríi. Margrét Sanders, formaður Samtak verslunar og þjónustu, segir þetta hafa verið hluta af eðlilegri þróun að verslunarmenn hafi opið á þessum degi og finnst hugmynd formanns VR ekki góð. „Persónulega held ég að þetta sé algjörlega óraunhæft. Þetta er mikill ferðadagur, hvar ætlarðu að setja mörkin? Eru það bara verslanir eða sjoppur líka? Bensínstöðvar - þær eru orðnar mikið til sjálfvirkar en það er það sama,“ segir Margrét. Formaður VR vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. Margrét segir að skoða þurfi alla frídaga í heild sinni.Sjá einnig: Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegiRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. Vísir/Stefán„Ég held að þetta snúi miklu frekar að því að frídagar almennt, eins og frídagur verslunarmanna sem og fyrsti maí og annar í páskum og fleiri, að við þurfum bara að skoða þetta í heild sinni. Ég held að það sé algjörlega hægt að gera breytingar en að loka á þessum dögum það held ég að það sé bara algjörlega óraunhæft og gamaldags.“ Formaður VR segir í Fréttablaðinu í morgun það vera skyldu VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga, fyrst og fremst til þess að tryggja að fólk fái sitt frí, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Margrét segir að gera þurfi heildarbreytingu á frídögum. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef heyrt að þetta sé vandamál, það er það alls ekki. Ég held að það sé miklu meira vandamál að við séum ekki með nægjanlega mikinn sveigjanleika fyrir fólkið okkar, varðandi vinnutíma og fleira. Ég nefni stundum í þessu samhengi að skólarnir byrjuðu og enduðu miðað við rollurnar og við köllum þetta rolludagatal. Þetta er svipað með frídaga að við erum svo föst í einhverjum formum að við ættum að horfa á breytingarnar sem heild,“ segir Margrét Sanders, formaður SVÞ. Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Formaður VR vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi og segir það dapurega þróun að grunnhugmyndin um frídag verslunarmanna frá árinu 1894 sé að hverfa. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir hins vegar að efla þurfi þjóustu á þessum degi.Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á frídegi verslunarmanna en ættu að vera í fríi. Margrét Sanders, formaður Samtak verslunar og þjónustu, segir þetta hafa verið hluta af eðlilegri þróun að verslunarmenn hafi opið á þessum degi og finnst hugmynd formanns VR ekki góð. „Persónulega held ég að þetta sé algjörlega óraunhæft. Þetta er mikill ferðadagur, hvar ætlarðu að setja mörkin? Eru það bara verslanir eða sjoppur líka? Bensínstöðvar - þær eru orðnar mikið til sjálfvirkar en það er það sama,“ segir Margrét. Formaður VR vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. Margrét segir að skoða þurfi alla frídaga í heild sinni.Sjá einnig: Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegiRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. Vísir/Stefán„Ég held að þetta snúi miklu frekar að því að frídagar almennt, eins og frídagur verslunarmanna sem og fyrsti maí og annar í páskum og fleiri, að við þurfum bara að skoða þetta í heild sinni. Ég held að það sé algjörlega hægt að gera breytingar en að loka á þessum dögum það held ég að það sé bara algjörlega óraunhæft og gamaldags.“ Formaður VR segir í Fréttablaðinu í morgun það vera skyldu VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga, fyrst og fremst til þess að tryggja að fólk fái sitt frí, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Margrét segir að gera þurfi heildarbreytingu á frídögum. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef heyrt að þetta sé vandamál, það er það alls ekki. Ég held að það sé miklu meira vandamál að við séum ekki með nægjanlega mikinn sveigjanleika fyrir fólkið okkar, varðandi vinnutíma og fleira. Ég nefni stundum í þessu samhengi að skólarnir byrjuðu og enduðu miðað við rollurnar og við köllum þetta rolludagatal. Þetta er svipað með frídaga að við erum svo föst í einhverjum formum að við ættum að horfa á breytingarnar sem heild,“ segir Margrét Sanders, formaður SVÞ.
Tengdar fréttir Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Formaður VR telur það sorglega þróun hve margir verslunarmenn vinna á frídegi verslunarmanna. Hann vill reyna að finna lausnir til að verslunarfólk fái frí og segist ætla að koma með hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga. 5. ágúst 2017 06:00