Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2017 10:57 Kristján Berg, Sveinn Dal og Engilbert Runólfsson voru meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur og telja sig hafa haft fulla ástæðu til að óttast um líf sitt þegar vélin lenti. Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“ Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“
Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent