Þrír til viðbótar sýknaðir af ákæru um hatursorðræðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2017 19:37 Alls voru átta manns ákærðir fyrir hatursorðræðu í apríl síðastliðnum. Fimm hafa verið sýknaðir á síðastliðnum vikum. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á föstudag þrjá menn af ákæru um hatursorðræðu, en þeir voru allir ákærðir fyrir ummæli sem þeir létu falla í tengslum við hinsegin fræðslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákærur á hendur átta manns í apríl í fyrra sem vörðuðu ummæli sem látin voru falla á opinberum vettvangi og tengdust hinsegin fræðslunni. Tveir voru sýknaðir af slíkum ákærum í síðasta mánuði; þeir Jón Valur Jensson og Pétur Gunnlaugsson. Í ákærunum voru ummælin sögð innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Prestar eigi að sinna ákveðnu hlutverki Einn þessara manna, sem er prestur, var ákærður fyrir eftirfarandi ummæli sem skrifuð voru á Facebook:„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“Hann neitaði sök fyrir dómi, en viðurkenndi að hafa skrifað og birt umrædd ummæli. Hann sagðist hafa, sem prestur, verið reiður eftir að prestum og trúnni hafi verið hent út úr skólum bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Skýrði hann það álit sitt að prestar ættu að sinna ákveðnu hlutverki en tók fram að honum væri ekki í nöp við samkynhneigða. Hann hafi aðeins beint sjónum sínum að bæjarstjórninni og hinsegin fræðslunni. Þá vilji hann leyfa börnum að vera börn þar til þau væru komin undir tólf ára aldur og að kynfræðsla eigi að vera hlutlaus.„Ógeðslegt" Annar maður var ákærður fyrir skrif sín inni á athugasemdakerfi Vísis við frétt um hinsegin fræðsluna, en ummæli hans voru eftirfarandi:„Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar Óskars Steins á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. Óskar Steinn getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“Hann neitaði sök en viðurkenndi að hafa skrifað ummælin, sem vörðuðu Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkingarinnar og formann Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Sagðist maðurinn hafa haft áhuga á málefninu og tekið þátt í skoðanaskiptum og skrifað um þetta þar sem hann hafi verð ósáttur. Ekki hafi hann reiknað með því að ummæli hans hefðu þau áhrif sem lýst er í ákæru, þ.e að um sé að ræða háð, rógburð eða smánun.„Allir japlandi á typpasleikjóum" Sá þriðji skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:„Hvar væri þjóðin ef ekki væri fyrir þig? Allir labbandi í G streng og japlandi á typpasleikjóum. Það þarf bara að gera þessa klámkalla að tunnumönnum á öfuguggatogara. Þessi yfirvöld eru á villigötum. Það tekur annar hver maður í dag trollið inn að aftan!“Þriðji maðurinn neitaði jafnframt sök. Hann kvað ummælin frá sér komin og sagði að tilefni þeirra ætti rætur að rekja til atburðar sem átti sér stað í gleðigöngunni árið áður. Þá hafi skrif hans verið stuðningur við opna umræður sem eigi alltaf rétt á sér hvort sem hún væri sanngjörn eða ósanngjörn og að hluti skrifanna hafi verið líkindamál.Opinber umræða hafi iðulega í för með sér óþægindi Einn og sami dómarinn var í málunum þremur, Guðjón St. Marteinsson, en hann segir í niðurstöðu sinni að opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi hafi iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og eða hópa fólks. „Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi,” segir Guðjón. Mat hann það þar af leiðandi sem svo að gegn eindreginni neitun sé ósannað að mennirnir hafi haft ásetning til að hafa ásetning til að hafa þau áhrif með skrifum sínum sem lýst er í ákærunni. Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Jón Valur Jensson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. 24. apríl 2017 11:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á föstudag þrjá menn af ákæru um hatursorðræðu, en þeir voru allir ákærðir fyrir ummæli sem þeir létu falla í tengslum við hinsegin fræðslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákærur á hendur átta manns í apríl í fyrra sem vörðuðu ummæli sem látin voru falla á opinberum vettvangi og tengdust hinsegin fræðslunni. Tveir voru sýknaðir af slíkum ákærum í síðasta mánuði; þeir Jón Valur Jensson og Pétur Gunnlaugsson. Í ákærunum voru ummælin sögð innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Prestar eigi að sinna ákveðnu hlutverki Einn þessara manna, sem er prestur, var ákærður fyrir eftirfarandi ummæli sem skrifuð voru á Facebook:„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“Hann neitaði sök fyrir dómi, en viðurkenndi að hafa skrifað og birt umrædd ummæli. Hann sagðist hafa, sem prestur, verið reiður eftir að prestum og trúnni hafi verið hent út úr skólum bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Skýrði hann það álit sitt að prestar ættu að sinna ákveðnu hlutverki en tók fram að honum væri ekki í nöp við samkynhneigða. Hann hafi aðeins beint sjónum sínum að bæjarstjórninni og hinsegin fræðslunni. Þá vilji hann leyfa börnum að vera börn þar til þau væru komin undir tólf ára aldur og að kynfræðsla eigi að vera hlutlaus.„Ógeðslegt" Annar maður var ákærður fyrir skrif sín inni á athugasemdakerfi Vísis við frétt um hinsegin fræðsluna, en ummæli hans voru eftirfarandi:„Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar Óskars Steins á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. Óskar Steinn getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“Hann neitaði sök en viðurkenndi að hafa skrifað ummælin, sem vörðuðu Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkingarinnar og formann Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Sagðist maðurinn hafa haft áhuga á málefninu og tekið þátt í skoðanaskiptum og skrifað um þetta þar sem hann hafi verð ósáttur. Ekki hafi hann reiknað með því að ummæli hans hefðu þau áhrif sem lýst er í ákæru, þ.e að um sé að ræða háð, rógburð eða smánun.„Allir japlandi á typpasleikjóum" Sá þriðji skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:„Hvar væri þjóðin ef ekki væri fyrir þig? Allir labbandi í G streng og japlandi á typpasleikjóum. Það þarf bara að gera þessa klámkalla að tunnumönnum á öfuguggatogara. Þessi yfirvöld eru á villigötum. Það tekur annar hver maður í dag trollið inn að aftan!“Þriðji maðurinn neitaði jafnframt sök. Hann kvað ummælin frá sér komin og sagði að tilefni þeirra ætti rætur að rekja til atburðar sem átti sér stað í gleðigöngunni árið áður. Þá hafi skrif hans verið stuðningur við opna umræður sem eigi alltaf rétt á sér hvort sem hún væri sanngjörn eða ósanngjörn og að hluti skrifanna hafi verið líkindamál.Opinber umræða hafi iðulega í för með sér óþægindi Einn og sami dómarinn var í málunum þremur, Guðjón St. Marteinsson, en hann segir í niðurstöðu sinni að opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi hafi iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og eða hópa fólks. „Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi,” segir Guðjón. Mat hann það þar af leiðandi sem svo að gegn eindreginni neitun sé ósannað að mennirnir hafi haft ásetning til að hafa ásetning til að hafa þau áhrif með skrifum sínum sem lýst er í ákærunni.
Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Jón Valur Jensson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. 24. apríl 2017 11:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Jón Valur Jensson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. 24. apríl 2017 11:44