Dönsku stelpurnar enduðu 24 ára sigurgöngu Þjóðverja Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2017 12:00 Liðsmenn Dana fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty Dönsku stelpurnar enduðu 24 ára sigurgöngu þýska kvennalandsins í knattspyrnu, en Danir unnu 2-1 sigur í leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Hollandi. Þetta er fyrsta tap Þjóðverja í úrslitakeppni síðan 1993, en liðið hefur unnið sex Evrópumót í röð. Ótrúlegur árangur. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi, en vegna mikillar rigningu í gær varð að fresta honum. Hann var því spilaður í Rotterdam í morgun. Isabel Kerschowski kom Þjóðverjum yfir á þriðju mínútu eftir klaufaleg mistök markvarðar Dana. Staðan 1-0 í hálfleik. Nadia Nadim jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með skalla og Theresa Nielsen reydist svo hetjan með öðru skallamarki sjö mínútum fyrir leikslok. Ótrúlegur sigur Dana sem fögnuðu gífurlega í leikslok og eru komin í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Austurríki eða Spáni. EM 2017 í Hollandi
Dönsku stelpurnar enduðu 24 ára sigurgöngu þýska kvennalandsins í knattspyrnu, en Danir unnu 2-1 sigur í leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Hollandi. Þetta er fyrsta tap Þjóðverja í úrslitakeppni síðan 1993, en liðið hefur unnið sex Evrópumót í röð. Ótrúlegur árangur. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi, en vegna mikillar rigningu í gær varð að fresta honum. Hann var því spilaður í Rotterdam í morgun. Isabel Kerschowski kom Þjóðverjum yfir á þriðju mínútu eftir klaufaleg mistök markvarðar Dana. Staðan 1-0 í hálfleik. Nadia Nadim jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með skalla og Theresa Nielsen reydist svo hetjan með öðru skallamarki sjö mínútum fyrir leikslok. Ótrúlegur sigur Dana sem fögnuðu gífurlega í leikslok og eru komin í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Austurríki eða Spáni.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn