Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 12:30 Maðurinn bankaði upp á hjá konunni um áttaleytið á mánudagsmorgun og sagðist þurfa að lesa af mælum. Vísir/Getty Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. Þá séu starfsmenn ávallt einkennisklæddir og með starfsmannaskírteini. Lögregla leitar manns sem grunaður er um að hafa ráðist á móður sem var ein heima með ungbarn sitt í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun. Maðurinn sagðist vera mættur til að lesa af mælum, konan bauð honum inn og í kjölfarið á hann að hafa ráðist á konuna. Grunur leikur á að ekki aðeins sé um líkamsárás að ræða heldur einnig kynferðisbrot. Lögregla verst allra fregna af málinu en samkvæmt heimildum Vísis er það þó í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild. Send var út tilkynning í gær með lýsingu á manninum sem talinn er vera um 180 sm á hæð, fölleitur en hann var dökkklæddur með svarta hanska og húfu. Líklegur aldur er á milli 35 og 45.Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Starfsmenn merktir í bak og fyrir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir lögreglu ekki hafa leitað til fyrirtækisins vegna málsins. Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, er annað tveggja fyrirtækja sem lesa af mælum í norðurhluta Hafnarfjarðar. Hitt fyrirtækið er HS Veitur. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, hafði sömuleiðis ekki heyrt af málinu. Eiríkur segir sitt fólk alltaf einkennisklætt, með starfsmannaskírteini með mynd og fatnaðurinn sé mjög sýnilegur. Auk þess aki starfsmenn um á merktum bílum. Þá sé ekki bankað upp á heima hjá fólki fyrr en klukkan 10. Starfsmenn lesi hins vegar stundum af mælum hjá fyrirtækjum fyrr um morguninn.Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna.Mynd af heimasíðu HS VeitnaGera ekki fólki rúmrusk Júlíus segir svipaða sögu af mælalestri HS Veitna. Starfsmenn séu einkennisklæddir og vísa starfsmannaskírteini séu þeir beðnir um það. Hann segir starfsfólk yfirleitt ekki gera fólki rúmrusk en fara frekar í fyrirtæki á morgnana. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sæi um mælingar í Hafnarfirði. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. Þá séu starfsmenn ávallt einkennisklæddir og með starfsmannaskírteini. Lögregla leitar manns sem grunaður er um að hafa ráðist á móður sem var ein heima með ungbarn sitt í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun. Maðurinn sagðist vera mættur til að lesa af mælum, konan bauð honum inn og í kjölfarið á hann að hafa ráðist á konuna. Grunur leikur á að ekki aðeins sé um líkamsárás að ræða heldur einnig kynferðisbrot. Lögregla verst allra fregna af málinu en samkvæmt heimildum Vísis er það þó í algjörum forgangi hjá kynferðisbrotadeild. Send var út tilkynning í gær með lýsingu á manninum sem talinn er vera um 180 sm á hæð, fölleitur en hann var dökkklæddur með svarta hanska og húfu. Líklegur aldur er á milli 35 og 45.Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Starfsmenn merktir í bak og fyrir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir lögreglu ekki hafa leitað til fyrirtækisins vegna málsins. Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, er annað tveggja fyrirtækja sem lesa af mælum í norðurhluta Hafnarfjarðar. Hitt fyrirtækið er HS Veitur. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, hafði sömuleiðis ekki heyrt af málinu. Eiríkur segir sitt fólk alltaf einkennisklætt, með starfsmannaskírteini með mynd og fatnaðurinn sé mjög sýnilegur. Auk þess aki starfsmenn um á merktum bílum. Þá sé ekki bankað upp á heima hjá fólki fyrr en klukkan 10. Starfsmenn lesi hins vegar stundum af mælum hjá fyrirtækjum fyrr um morguninn.Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna.Mynd af heimasíðu HS VeitnaGera ekki fólki rúmrusk Júlíus segir svipaða sögu af mælalestri HS Veitna. Starfsmenn séu einkennisklæddir og vísa starfsmannaskírteini séu þeir beðnir um það. Hann segir starfsfólk yfirleitt ekki gera fólki rúmrusk en fara frekar í fyrirtæki á morgnana. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sæi um mælingar í Hafnarfirði.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30