Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2016 20:24 Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira