Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2016 20:24 Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Lögreglan hefur lokið rannsókn á máli sem varðar hatursfull ummæli í garð Salmann Tamimi vegna trúarbragða. Sjö mál sem varða hatursglæpi eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hatursglæpir eru refsiverðir en í 233. gr. a. í almennum hegningarlögum segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Hinn 24. apríl 2002 var varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur í Hæstarétti fyrir brot gegn ákvæðinu vegna ummæla um svertingja í blaðaviðtali í DV. Dómurinn er staðfesting á því að ákvæðið virkar og réttarverndin er til staðar ef lögreglan á annað borð rannsakar brot gegn ákvæðinu og vísar málum til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Hér má líka nefna 180. gr. hegningarlaga en samkvæmt ákvæðinu er það refsivert að neita manni um vöru eða þjónustu vegna litarháttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarbragða. Í fyrra lögðu Samtökin 78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla um samkynhneigða og hinsegin fólk. Í desember 2013 lauk lögregla rannsókn á máli þar sem fjórir Íslendingar komu svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri. Það mál ónýttist meðal annars vegna þess að borgarstarfsmenn komu á vettvang og spilltu sönnunargögnum. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi tók í byrjun ársins við nýrri stöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem sinnir rannsóknum á hatursglæpum. Hún segir að sjö mál séu nú í rannsókn en á meðal þeirra eru hatursfull ummæli í garð samkynhneigðra. Þá hefur lögreglan nýverið lokið einni rannsókn á hatursfullum ummælum og vísað til ákærusviðs en um er að ræða mál Salmann Tamimi sem kærði morðhótun og hatursfull ummæli í sinn garð á netinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgáfu ákæru í málinu þótt rannsókn sé lokið.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira