Eigendur Airbnb-íbúða í miðbænum kvarta undan vændi Þorgeir Helgason skrifar 18. október 2016 07:00 Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton „Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Fréttablaðið lýsti leigusali því hvernig það er að takast á við það þegar upp kemst um að vændi hafi verið stundað í íbúð hans. Tvær konur höfðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á netinu. Vændiskaupendum var vísað í íbúðina og þar fór vændisstarfsemin fram. Þar sem konurnar höfðu ekki gerst brotlegar við lög var ekki hægt að kveðja lögregluna á vettvang.Leigusalinn taldi einfaldast að láta leigutímann renna út og vera frekar á varðbergi varðandi hverjum hann leigði íbúðina í framtíðinni. Snorri Birgisson segir að lítið sé um að nágrannar og húseigendur tilkynni til lögreglu grun um vændi. Aðallega sé um að ræða erlenda gesti sem stoppi hér á landi í fimm til tíu dag og ferðist svo áfram um Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er að ná til þessara einstaklinga en þeir vilja almennt ekki ræða við lögregluna né veita henni nokkrar upplýsingar enda eru þeir í mjög viðkvæmri stöðu. „Fólk er náttúrulega ekki alltaf meðvitað um í hvaða tilgangi fólk kemur hingað til lands eða áttar sig ekki á að vændi kunni að eiga sér stað,“ segir Snorri Að sögn Sölva Melax, talsmanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, hafa engin dæmi um vændi í leiguhúsnæði komið á þeirra borð. „Við viljum frekara samstarf við lögregluna, hafi þetta komið upp í skammtímaleiguhúsnæði, og hvernig hjálpa megi leigusölum að forðast þetta,“ segir Sölvi. Á síðustu árum hefur Snorri Birgisson stýrt verkefni undir handleiðslu innanríkisráðuneytisins. Verkefnið er fræðsluátak sem búið er að skila töluverðri vitundarvakningu um mansal og vændi. Það er unnið í samráði við velferðarráðuneytið, Starfsgreinasamband Íslands og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60 fundir verið haldnir og rúmlega tvö þúsund manns sótt þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00 Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Fréttablaðið lýsti leigusali því hvernig það er að takast á við það þegar upp kemst um að vændi hafi verið stundað í íbúð hans. Tvær konur höfðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á netinu. Vændiskaupendum var vísað í íbúðina og þar fór vændisstarfsemin fram. Þar sem konurnar höfðu ekki gerst brotlegar við lög var ekki hægt að kveðja lögregluna á vettvang.Leigusalinn taldi einfaldast að láta leigutímann renna út og vera frekar á varðbergi varðandi hverjum hann leigði íbúðina í framtíðinni. Snorri Birgisson segir að lítið sé um að nágrannar og húseigendur tilkynni til lögreglu grun um vændi. Aðallega sé um að ræða erlenda gesti sem stoppi hér á landi í fimm til tíu dag og ferðist svo áfram um Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er að ná til þessara einstaklinga en þeir vilja almennt ekki ræða við lögregluna né veita henni nokkrar upplýsingar enda eru þeir í mjög viðkvæmri stöðu. „Fólk er náttúrulega ekki alltaf meðvitað um í hvaða tilgangi fólk kemur hingað til lands eða áttar sig ekki á að vændi kunni að eiga sér stað,“ segir Snorri Að sögn Sölva Melax, talsmanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, hafa engin dæmi um vændi í leiguhúsnæði komið á þeirra borð. „Við viljum frekara samstarf við lögregluna, hafi þetta komið upp í skammtímaleiguhúsnæði, og hvernig hjálpa megi leigusölum að forðast þetta,“ segir Sölvi. Á síðustu árum hefur Snorri Birgisson stýrt verkefni undir handleiðslu innanríkisráðuneytisins. Verkefnið er fræðsluátak sem búið er að skila töluverðri vitundarvakningu um mansal og vændi. Það er unnið í samráði við velferðarráðuneytið, Starfsgreinasamband Íslands og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60 fundir verið haldnir og rúmlega tvö þúsund manns sótt þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00 Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15
Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00
Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00