Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Bjarki Ármannsson skrifar 4. janúar 2016 10:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sá einstaklingur sem hlýtur flest atkvæði í skoðanakönnun Vísis þar sem spurt er hvern lesendur vilja helst sjá sem næsta forseta Íslands. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sá einstaklingur sem hlýtur flest atkvæði í skoðanakönnun Vísis þar sem spurt er hvern lesendur vilja helst sjá sem næsta forseta Íslands. Þó eru nokkuð fleiri sem segjast frekar vilja sjá „einhvern annan“ en þá þrettán mögulegu og staðfestu forsetaframbjóðendur sem Vísir tók saman fyrir könnunina. Katrín hlaut 2973 atkvæði, eða tuttugu prósent, en 3130 sögðust helst vilja sjá einhvern annan, eða 21 prósent.Tæplega fimmtán þúsund atkvæði bárust Ekki er um vísindalega könnun að ræða, heldur var lesendum Vísis boðið að segja sína skoðun í grein sem birt var á laugardagskvöld. Tæplega fimmtán þúsund atkvæði bárust. Hægt var að velja einhvern af þrettán mögulegum eða staðfestum frambjóðendum sem Vísir tók saman eða valkostinn „einhvern annan.“Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir voru ekki meðal þeirra sem í boði var að kjósa en þau hafa tilkynnt um framboð sitt til forseta frá því að greinin var birt.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sú sem lesendur vilja helst sjá á Bessastöðum ef marka má könnunina.Vísir/GVASem fyrr segir, völdu flestir valkostinn „einhvern annan“ en Katrín hlaut flest atkvæði einstaklinga. Katrín er ítrekað nefnd í tengslum við forsetaframboð en hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram, án þess þó að útiloka það alveg. Andri Snær Magnason rithöfundur fylgir næst á eftir með 2404 atkvæði eða sextán prósent. Andri sagðist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, hlýtur níu prósent atkvæða, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sjö og þeir Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur sagt „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann bjóði sig fram, hljóta fimm prósent hvor um sig. Niðurstöðurnar í heild sinni má skoða hér fyrir neðan. Athugið að niðurstöðurnar eru gefnar upp í prósentum af greiddum atkvæðum.Sex í framboði Að Þorgrími meðtöldum hafa sex boðið sig fram til forseta. Hinir eru Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sem kunnugt er lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu á ný í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. 2. janúar 2016 19:08 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 „Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson segir að hjarta sitt hafi ekki tekið aukaslag þegar Ólafur Ragnar sagðist ekki ætla gefa kost á sér á næsta ári. Hann segir næsta forseta geta gert það sem hann langar til við embættið. 2. janúar 2016 13:23 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sá einstaklingur sem hlýtur flest atkvæði í skoðanakönnun Vísis þar sem spurt er hvern lesendur vilja helst sjá sem næsta forseta Íslands. Þó eru nokkuð fleiri sem segjast frekar vilja sjá „einhvern annan“ en þá þrettán mögulegu og staðfestu forsetaframbjóðendur sem Vísir tók saman fyrir könnunina. Katrín hlaut 2973 atkvæði, eða tuttugu prósent, en 3130 sögðust helst vilja sjá einhvern annan, eða 21 prósent.Tæplega fimmtán þúsund atkvæði bárust Ekki er um vísindalega könnun að ræða, heldur var lesendum Vísis boðið að segja sína skoðun í grein sem birt var á laugardagskvöld. Tæplega fimmtán þúsund atkvæði bárust. Hægt var að velja einhvern af þrettán mögulegum eða staðfestum frambjóðendum sem Vísir tók saman eða valkostinn „einhvern annan.“Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir voru ekki meðal þeirra sem í boði var að kjósa en þau hafa tilkynnt um framboð sitt til forseta frá því að greinin var birt.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sú sem lesendur vilja helst sjá á Bessastöðum ef marka má könnunina.Vísir/GVASem fyrr segir, völdu flestir valkostinn „einhvern annan“ en Katrín hlaut flest atkvæði einstaklinga. Katrín er ítrekað nefnd í tengslum við forsetaframboð en hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram, án þess þó að útiloka það alveg. Andri Snær Magnason rithöfundur fylgir næst á eftir með 2404 atkvæði eða sextán prósent. Andri sagðist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, hlýtur níu prósent atkvæða, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sjö og þeir Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur sagt „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann bjóði sig fram, hljóta fimm prósent hvor um sig. Niðurstöðurnar í heild sinni má skoða hér fyrir neðan. Athugið að niðurstöðurnar eru gefnar upp í prósentum af greiddum atkvæðum.Sex í framboði Að Þorgrími meðtöldum hafa sex boðið sig fram til forseta. Hinir eru Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sem kunnugt er lýst því yfir að hann sækist ekki eftir embættinu á ný í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. 2. janúar 2016 19:08 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 „Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson segir að hjarta sitt hafi ekki tekið aukaslag þegar Ólafur Ragnar sagðist ekki ætla gefa kost á sér á næsta ári. Hann segir næsta forseta geta gert það sem hann langar til við embættið. 2. janúar 2016 13:23 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15
Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. 2. janúar 2016 19:08
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
„Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson segir að hjarta sitt hafi ekki tekið aukaslag þegar Ólafur Ragnar sagðist ekki ætla gefa kost á sér á næsta ári. Hann segir næsta forseta geta gert það sem hann langar til við embættið. 2. janúar 2016 13:23
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16