Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 19:08 Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira