Lúsmý fór huldu höfði fyrir árið 2015 Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2016 06:00 Lúsmý reyndist valda svæsnum bitum hjá fjölda fólks í fyrrasumar. Vísir/Ernir Þvert á almannaróm þá er ekki ástæða til að ætla að lúsmý sé nýr landnemi hér á landi, en sérstakar aðstæður í umhverfinu urðu hins vegar til þess að þessi illvígi bitvargur gerði mjög vart við sig á suðvestanverðu landinu í fyrrasumar. Þetta sýna greiningar smádýra hjá Náttúrufræðistofnun (NÍ), sem sumarið 2015 lagði áherslu á blóðþyrst kvikindi í rannsóknum sínum. Það náði meðal annars til lúsmýs, skógarmítla og moskítóflugu. Í Evrópu er vakning í þessum málaflokki; aukið fé hefur verið veitt til rannsókna, enda er um mikilvægt heilbrigðismál að ræða. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá NÍ, sem stýrir rannsóknum á landnámi erlendra tegunda smádýra, segir að nokkrar tegundir lúsmýs hafi áður verið staðfestar hér á landi en ættkvíslin Culicaides var ekki þar á meðal. Tegundir lúsmýs eru afar torgreindar, en í fyrrasumar var lúsmý af þessari ættkvísl staðfest hér. Tegundir af ættkvíslinni eru skæðar blóðsugur á mönnum og búsmala og bitin einstaklega óþægileg.Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun ÍslandsErling segir ekki sannað af hverju lúsmý rauk upp úr öllu valdi í fyrra. „Skýringin liggur líklegast í veðurfarinu. Í fyrra kom enginn maímánuður, apríl náði langt fram í júní, má segja. Þegar veður batnaði gerðust hlutirnir hratt og þetta blossaði upp, og ekki bara lúsmý heldur miklu fleira – fiðrildategundir og fleira sem hafði verið í biðstöðu í kuldanum. Þá kom margt fram á skömmum tíma sem annars gerist hægt og bítandi,“ segir Erling. „Þetta skýrir ýmisleg. Þarna er ef til vill komin skýringin á áður óútskýrðum bitum í gegnum tíðina. Flær og bitmý hef ég kannski lengi haft fyrir rangri sök,“ segir Erling. Það vekur athygli að hingað til lands kom franskur sérfræðingur í blóðsjúgandi mýflugum, dr. Francis Schäffner, sérstaklega til að leggja út klakgildrur fyrir moskítóflugur, en tilvist þeirra hefur aldrei verið sannreynd hér á landi. Hann ferðaðist víða um land og lagði gildrur sínar fyrir flugur. Eftir því sem Erling best veit fann Schäffner þessa óværu ekki hérlendis. „Ég held að það komi varla til með að breytast,“ segir Erling og bætir við að áfram verði þó fylgst með. Skógarmítillinn var líka rannsakaður af erlendum sérfræðingum sem hingað komu til lands, en breskur sérfræðingur, dr. Jolyon Medlock, hafði fengið fjárframlag til að koma til Íslands til að leita skógarmítla. Eins og hjá Schäffner bar leit hans ekki árangur en samt sem áður bárust NÍ og Tilraunastöðinni að Keldum mun fleiri skógarmítlar til skoðunar á árinu en nokkurn tímann fyrr, alls 24 sýni víða að af landinu. Enn er því ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé orðinn landlægur hérlendis. Erling segir að líkurnar á varanlegu landnámi séu þó verulegar, en staðfestingar er enn beðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí 2016Mynd/ErlingÓlafsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Þvert á almannaróm þá er ekki ástæða til að ætla að lúsmý sé nýr landnemi hér á landi, en sérstakar aðstæður í umhverfinu urðu hins vegar til þess að þessi illvígi bitvargur gerði mjög vart við sig á suðvestanverðu landinu í fyrrasumar. Þetta sýna greiningar smádýra hjá Náttúrufræðistofnun (NÍ), sem sumarið 2015 lagði áherslu á blóðþyrst kvikindi í rannsóknum sínum. Það náði meðal annars til lúsmýs, skógarmítla og moskítóflugu. Í Evrópu er vakning í þessum málaflokki; aukið fé hefur verið veitt til rannsókna, enda er um mikilvægt heilbrigðismál að ræða. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá NÍ, sem stýrir rannsóknum á landnámi erlendra tegunda smádýra, segir að nokkrar tegundir lúsmýs hafi áður verið staðfestar hér á landi en ættkvíslin Culicaides var ekki þar á meðal. Tegundir lúsmýs eru afar torgreindar, en í fyrrasumar var lúsmý af þessari ættkvísl staðfest hér. Tegundir af ættkvíslinni eru skæðar blóðsugur á mönnum og búsmala og bitin einstaklega óþægileg.Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun ÍslandsErling segir ekki sannað af hverju lúsmý rauk upp úr öllu valdi í fyrra. „Skýringin liggur líklegast í veðurfarinu. Í fyrra kom enginn maímánuður, apríl náði langt fram í júní, má segja. Þegar veður batnaði gerðust hlutirnir hratt og þetta blossaði upp, og ekki bara lúsmý heldur miklu fleira – fiðrildategundir og fleira sem hafði verið í biðstöðu í kuldanum. Þá kom margt fram á skömmum tíma sem annars gerist hægt og bítandi,“ segir Erling. „Þetta skýrir ýmisleg. Þarna er ef til vill komin skýringin á áður óútskýrðum bitum í gegnum tíðina. Flær og bitmý hef ég kannski lengi haft fyrir rangri sök,“ segir Erling. Það vekur athygli að hingað til lands kom franskur sérfræðingur í blóðsjúgandi mýflugum, dr. Francis Schäffner, sérstaklega til að leggja út klakgildrur fyrir moskítóflugur, en tilvist þeirra hefur aldrei verið sannreynd hér á landi. Hann ferðaðist víða um land og lagði gildrur sínar fyrir flugur. Eftir því sem Erling best veit fann Schäffner þessa óværu ekki hérlendis. „Ég held að það komi varla til með að breytast,“ segir Erling og bætir við að áfram verði þó fylgst með. Skógarmítillinn var líka rannsakaður af erlendum sérfræðingum sem hingað komu til lands, en breskur sérfræðingur, dr. Jolyon Medlock, hafði fengið fjárframlag til að koma til Íslands til að leita skógarmítla. Eins og hjá Schäffner bar leit hans ekki árangur en samt sem áður bárust NÍ og Tilraunastöðinni að Keldum mun fleiri skógarmítlar til skoðunar á árinu en nokkurn tímann fyrr, alls 24 sýni víða að af landinu. Enn er því ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé orðinn landlægur hérlendis. Erling segir að líkurnar á varanlegu landnámi séu þó verulegar, en staðfestingar er enn beðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí 2016Mynd/ErlingÓlafsson
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira