Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa um 26.900 manns þegar greitt atkvæði. Fyrir fjórum árum hafi hinsvegar 27 þúsund manns allt í allt kosið utan kjörfundar.
Líkt og sést á meðfylgjandi myndum hefur verið myndarleg röð í Perlunni, þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram, í dag. Hún ku þó hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig.

