KSÍ átti að leggja fyrsta flokks gervigras Sveinn Arnarson skrifar 23. júní 2016 10:00 Sparkvellir eru gríðarlega mikið notaðir um land allt og voru byggðir í námunda við skólastofnanir. Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í landinu um að gera sparkvelli. Knattspyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbyggingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervigras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabbameinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þessum efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaðurinn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélaginu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að Knattspyrnusamband Íslands taki þátt í kostnaði við að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum á landinu þrátt fyrir að það hafi verið eina verkefni þess við gerð sparkvallanna að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina. „Fyrir mína tíð,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ. KSÍ, í samstarfi við sveitarfélög vítt og breitt um landið, byggði upp 111 sparkvelli í sparkvallaátaki KSÍ sem hófst árið 2004. Hugmynd KSÍ var að semja við sveitarfélög í landinu um að gera sparkvelli. Knattspyrnusambandið átti að leggja til fyrsta flokks gervigras á vellina sem gerðir væru eftir fyrirframgefnum leiðbeiningum. Vellirnir urðu að endingu mun fleiri en áætlað var í upphafi og tók ríkissjóður því að sér að styrkja KSÍ enn frekar í uppbyggingunni. Sveitarfélög gerðu vellina á sinn kostnað en KSÍ átti einungis að setja niður fyrsta flokks gervigras eins og segir í samningum við sveitarfélögin. KSÍ fékk síðan að setja upp auglýsingar við hvern einasta sparkvöll. Gúmmíkurlið er þekktur krabbameinsvaldur og hefur Læknafélag Íslands ályktað í tvígang um að þessum efnum þurfi að skipta út sem allra fyrst til að tryggja heilsu barna sem leika sér á þessum sparkvöllum. Hafnfirðingar áætla að kostnaðurinn við að skipta út þessum efnum nemi um 15 milljónum króna en átta svona vellir eru í bæjarfélaginu. Því má áætla að kostnaður við að skipta á öllum völlum landsins nemi á þriðja hundrað milljónum króna. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sparkvallaátak sambandsins hafa hafist löngu fyrir sína tíð. Gerðir hafi verið samningar við öll þau sveitarfélög sem vildu gera sparkvelli við sína skóla. „Í samningunum sem gerðir voru við sveitarfélögin er ákvæði um að þegar framkvæmdum ljúki færist vellirnir í eigu bæjarins og hann sér um bæði umhirðu og rekstur á völlunum,“ segir Klara og segir það ekki hafa komið til tals að taka þátt í kostnaðinum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira