Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. maí 2016 07:00 Dorrit hefur hingað til ekki viljað tjá sig um störf sín í London og aðkomu sína að rekstri fjölskyldurfærirtækis Moussaieff fjölskyldunnar. Vísir/Valgarð Örnólfur Thorsson forsetaritari ítrekar að Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, sé skráð með fasta búsetu í Bretlandi og greiði þar skatta í kjölfar frétta um tengsl hennar við aflandsfélög. Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Þá kemur fram í umfjöllun The Guardian að Dorrit sé ekki með skattalega heimilisfesti í Bretlandi. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að slík skráning (non domiciled) beri með sér takmarkaða skattskyldu. Hugtakið „non-domiciled resident“ er sérregla í breskum skattareglum og afar umdeild. Samkvæmt reglunni geta aðilar verið heimilisfastir í Bretlandi og greiða aðeins skatta af tekjum sem eiga uppruna sinn í Bretlandi og þeim sem eru færðar inn í landið. Á Íslandi eru þeir sem eiga hér heimili tekjuskattsskyldir af öllum tekjum, hvaðanæva úr heiminum. Þau Ólafur Ragnar eru skráð sem „hjón ekki í samvistum“ í Þjóðskrá síðan árið 2012. Árið 2013 sendi Dorrit frá sér yfirlýsingu um að hún hefði gert ráðstafanir að ráðleggingum lögfræðinga sinna til að geta sinnt störfum í London við fjölskyldufyrirtækið. Dorrit hefur ekki viljað tjá sig frekar um þessi málefni og segir þau einkamál. Fréttastofa 365 hefur þrátt fyrir það beðið um svör við því hver aðkoma hennar er að stjórn og rekstri þeirra aflandsfélaga sem hún er sögð eiga hlut í.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Örnólfur Thorsson forsetaritari ítrekar að Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, sé skráð með fasta búsetu í Bretlandi og greiði þar skatta í kjölfar frétta um tengsl hennar við aflandsfélög. Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Þá kemur fram í umfjöllun The Guardian að Dorrit sé ekki með skattalega heimilisfesti í Bretlandi. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að slík skráning (non domiciled) beri með sér takmarkaða skattskyldu. Hugtakið „non-domiciled resident“ er sérregla í breskum skattareglum og afar umdeild. Samkvæmt reglunni geta aðilar verið heimilisfastir í Bretlandi og greiða aðeins skatta af tekjum sem eiga uppruna sinn í Bretlandi og þeim sem eru færðar inn í landið. Á Íslandi eru þeir sem eiga hér heimili tekjuskattsskyldir af öllum tekjum, hvaðanæva úr heiminum. Þau Ólafur Ragnar eru skráð sem „hjón ekki í samvistum“ í Þjóðskrá síðan árið 2012. Árið 2013 sendi Dorrit frá sér yfirlýsingu um að hún hefði gert ráðstafanir að ráðleggingum lögfræðinga sinna til að geta sinnt störfum í London við fjölskyldufyrirtækið. Dorrit hefur ekki viljað tjá sig frekar um þessi málefni og segir þau einkamál. Fréttastofa 365 hefur þrátt fyrir það beðið um svör við því hver aðkoma hennar er að stjórn og rekstri þeirra aflandsfélaga sem hún er sögð eiga hlut í.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira