Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 10:01 Vík í Mýrdal vísir/heiða Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira