Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 10:01 Vík í Mýrdal vísir/heiða Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira