Ólafur Ragnar árið 2012 um framboð 2016: „Nei, nei, nei, nei“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 12:13 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/valli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var spurður að því í kosningasjónvarpi RÚV hvort hann ætlaði aftur fram árið 2016 ef sama yrði uppi á teningnum að hans mati þá og var árið 2012, það er óvissa. Ólafur Ragnar svaraði „nei, nei, nei, nei.“ Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman myndband og sett á Youtube undir yfirskriftinni „Gullkorn Ólafs Ragnars.“ Myndbandið má sjá hér að neðan og er umræðan um óvissuna gegnum gangandi en á mínútu 1:20 spyr Margrét Marteinsdóttir, þáverandi fréttamaður RÚV, Ólaf Ragnar beint: „Þannig að ef það er ennþá svona mikil óvissa að þá með sömu rökum þá býður þú þig aftur fram eða hvað?“ Forsetinn svarar: „Nei, nei, nei, nei.“ Skömmu síðar segir Ólafur Ragnar síðan: „Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“Þessi orð hans eru hjómið eitt eins og staðan er í dag þar sem Ólafur Ragnar hefur nú enn á ný gefið kost á sér sem forseti Íslands. Gerir hann það einmitt í ljósi þess að hann telur óvissutíma framundan í þjóðfélaginu nú eins og árið 2012. Það má segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Ólafur þverneitar fyrir eitthvað sem síðar kemur í ljós að stenst kannski ekki alveg. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn nefnilega í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Síðan hefur komið í ljós að Dorrit Moussaieff tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, var spurður að því í kosningasjónvarpi RÚV hvort hann ætlaði aftur fram árið 2016 ef sama yrði uppi á teningnum að hans mati þá og var árið 2012, það er óvissa. Ólafur Ragnar svaraði „nei, nei, nei, nei.“ Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman myndband og sett á Youtube undir yfirskriftinni „Gullkorn Ólafs Ragnars.“ Myndbandið má sjá hér að neðan og er umræðan um óvissuna gegnum gangandi en á mínútu 1:20 spyr Margrét Marteinsdóttir, þáverandi fréttamaður RÚV, Ólaf Ragnar beint: „Þannig að ef það er ennþá svona mikil óvissa að þá með sömu rökum þá býður þú þig aftur fram eða hvað?“ Forsetinn svarar: „Nei, nei, nei, nei.“ Skömmu síðar segir Ólafur Ragnar síðan: „Ég hef sagt það mörgum sinnum í aðdraganda þessara kosninga að þetta er mitt síðasta kjörtímabil.“Þessi orð hans eru hjómið eitt eins og staðan er í dag þar sem Ólafur Ragnar hefur nú enn á ný gefið kost á sér sem forseti Íslands. Gerir hann það einmitt í ljósi þess að hann telur óvissutíma framundan í þjóðfélaginu nú eins og árið 2012. Það má segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Ólafur þverneitar fyrir eitthvað sem síðar kemur í ljós að stenst kannski ekki alveg. Í síðasta mánuði fullyrti forsetinn nefnilega í viðtali við CNN að hvorki hann né Dorrit hefðu tengsl við aflandsfélög. Á konan þín aflandsreikninga? Er eitthvað sem mun koma fram um þig og fjölskyldu þína? spurði Christiane Amanpour forsetann. „Nei, nei, nei, nei. Það verður ekki þannig,“ var svar forsetans við spurningunni. Síðan hefur komið í ljós að Dorrit Moussaieff tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar segist enga vitneskju hafa haft um félögin.
Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45 Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Dorrit takmarkar skattbyrði sína með því að vera „utan lögheimilis“ Dorrit Moussaieff forsetafrú ber takmarkaða skattskyldu á Bretlandi og er skráð með fasta búsetu en „utan lögheimilis“ þar. Hún borgar samt enga skatta á Íslandi vegna þess að hún er ekki með lögheimili hér á landi. 3. maí 2016 19:45
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03