Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. maí 2016 19:00 Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands í lok árs 2012. Í Bretlandi er hún skráð með fasta búsetu en með svokallaða „utan lögheimilis“ skráningu af skattalegum ástæðum.Hjón verða að hafa lögheimili á sama stað samkvæmt íslenskum lögum. Þetta kemur skýrt fram í lögum um lögheimili en þar segir í 7. grein: „Hjón eiga sama lögheimili.“ Síðan segir í annarri málsgrein sömu greinar: „Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Í framkvæmd er þó að myndast hefð fyrir því að vikið sé frá þessari kröfu þegar annað hjóna starfar erlendis eins og er í tilviki forsetafrúarinnar. Skilyrði þess að fá skráningu með sitt hvort lögheimili í Þjóðskrá Íslands er að hjón séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Þjóðskrá fylgir því eftir að tveir einstaklingar í hjúskap séu skráðir með þessari merkingu. Af þessu leiðir að einstaklingar í hjúskap sem hafa lögheimili í sitt hvoru landinu eru skráðir með þessum hætti í þjóðskrá.Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands365/Þorbjörn ÞórðarsonMargrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að undanþágur séu veittar frá meginreglu um sama lögheimili þegar annað hjóna starfar erlendis. „Ef annað hjóna er búsett erlendis vegna vinnu þá hafa hjón fengið að skrá lögheimili í sitt hvoru landinu eins og á Íslandi og erlendis.“ segir Margrét. Hún segir að sótt sé um þetta á þar til gerðu eyðublaði og umsóknin þurfi að vera rökstudd.Eru þessir einstaklingar skráðir ekki í samvistum? „Í rauninni getum við ekki gert neitt annað en að skrá þau ekki í samvistum vegna þess að lagaramminn er þetta þröngur. Það er litið svo á að þetta sé tímabundið og um leið og annar makinn flytur til landsins aftur er hann skráður á sama lögheimili og hinn sem er búsettur hér á landi.“Forsetahjónin eru með þessa skráningu. Eru margir aðrir Íslendingar í hjúskap með þessa sömu skráningu? „Já, það er töluvert um það. Í dag eru um 600 einstaklingar á Íslandi skráðir með sitt hvort lögheimilið. Þá er ég eingöngu að tala um íslenska ríkisborgara en ekki erlendra ríkisborgara sem hafa flust til landsins án þess að maki hafi flust.“ Um er að ræða 300 hjúskapareiningar eða 600 einstaklinga. Af þeim eru 50 einstaklingar með sitt hvort lögheimilið hér á landi en 550 með lögheimili annars vegar hér og hins vegar erlendis eins og í tilviki forsetahjónanna. Ef teknir eru með þeir einstaklingar sem eru í hjúskap en hafa fengið skilnað að borði og sæng fer talan yfir 3000 þ.e. 1500 hjúskapareiningar. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands í lok árs 2012. Í Bretlandi er hún skráð með fasta búsetu en með svokallaða „utan lögheimilis“ skráningu af skattalegum ástæðum.Hjón verða að hafa lögheimili á sama stað samkvæmt íslenskum lögum. Þetta kemur skýrt fram í lögum um lögheimili en þar segir í 7. grein: „Hjón eiga sama lögheimili.“ Síðan segir í annarri málsgrein sömu greinar: „Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Í framkvæmd er þó að myndast hefð fyrir því að vikið sé frá þessari kröfu þegar annað hjóna starfar erlendis eins og er í tilviki forsetafrúarinnar. Skilyrði þess að fá skráningu með sitt hvort lögheimili í Þjóðskrá Íslands er að hjón séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Þjóðskrá fylgir því eftir að tveir einstaklingar í hjúskap séu skráðir með þessari merkingu. Af þessu leiðir að einstaklingar í hjúskap sem hafa lögheimili í sitt hvoru landinu eru skráðir með þessum hætti í þjóðskrá.Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands365/Þorbjörn ÞórðarsonMargrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að undanþágur séu veittar frá meginreglu um sama lögheimili þegar annað hjóna starfar erlendis. „Ef annað hjóna er búsett erlendis vegna vinnu þá hafa hjón fengið að skrá lögheimili í sitt hvoru landinu eins og á Íslandi og erlendis.“ segir Margrét. Hún segir að sótt sé um þetta á þar til gerðu eyðublaði og umsóknin þurfi að vera rökstudd.Eru þessir einstaklingar skráðir ekki í samvistum? „Í rauninni getum við ekki gert neitt annað en að skrá þau ekki í samvistum vegna þess að lagaramminn er þetta þröngur. Það er litið svo á að þetta sé tímabundið og um leið og annar makinn flytur til landsins aftur er hann skráður á sama lögheimili og hinn sem er búsettur hér á landi.“Forsetahjónin eru með þessa skráningu. Eru margir aðrir Íslendingar í hjúskap með þessa sömu skráningu? „Já, það er töluvert um það. Í dag eru um 600 einstaklingar á Íslandi skráðir með sitt hvort lögheimilið. Þá er ég eingöngu að tala um íslenska ríkisborgara en ekki erlendra ríkisborgara sem hafa flust til landsins án þess að maki hafi flust.“ Um er að ræða 300 hjúskapareiningar eða 600 einstaklinga. Af þeim eru 50 einstaklingar með sitt hvort lögheimilið hér á landi en 550 með lögheimili annars vegar hér og hins vegar erlendis eins og í tilviki forsetahjónanna. Ef teknir eru með þeir einstaklingar sem eru í hjúskap en hafa fengið skilnað að borði og sæng fer talan yfir 3000 þ.e. 1500 hjúskapareiningar.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira