Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:44 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar koma saman til fundar við Bjarna Bendiktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum í gær. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn. „Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr. Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. „Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk. Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn. „Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr. Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. „Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk.
Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13