Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:44 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar koma saman til fundar við Bjarna Bendiktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum í gær. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn. „Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr. Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. „Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk. Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun og Óttarr segir að á umræddum fundi hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn. „Það var verið að skoða að einhverju leyti stöðu málefnanna og flokkanna. Auðvitað hentum menn upp þiem möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri. Það var auðvitað pælt aðeins í þeirri útfærslu á fundi okkar með Katrínu Jakobsdóttur, eins og á fundi okkar með Bjarna Bendiktssyni, en þær umræður voru ekki dýpri en svo að vera bara pælingar og langt frá því að það væri byrjað að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn,“ segir Óttarr. Benedikt Jóhannesson ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að Viðreisn færi ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. „Ég tek undir það,“ segir Óttarr og bætir við að það sé ómögulegt að framlengja líf ríkisstjórnar sem fór frá vegna innri vandamála, eins og hann orðar það, áður en kjörtímabilinu lauk.
Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Benedikt segir engan póker í gangi Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar furðar sig á frétt þess efnis að fyrir liggi hugmyndir um ríkisstjórn með sig sem forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 10:13