Íbúðir Búseta í Smiðjuholti ekki fyrir þá efnaminnstu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Mikil uppbygging er í Smiðjuholti þar sem Búseti auglýsir nú til sölu 57 búseturétti. vísir/ernir Nú í ágúst auglýsir Búseti 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Íbúðir í húsunum eru af mörgum stærðum og gerðum, bæði í fjölbýli og raðhúsum. Íbúðirnar eru í Smiðjuholti, við Ísleifsgötu og á Laugarnesvegi. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir að af þessum auglýstu íbúðum séu fimmtíu og sjö í Smiðjuholti. Hann segir búseturéttinn dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það vilji margir bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. „Fyrir það fyrsta eru húsin byggð samkvæmt nýjustu byggingarreglugerð og kostnaður hefur því hækkað. Til dæmis eru svalir hússins hljóðeinangraðar samkvæmt kröfum um hljóðvist. Inn í þetta spilar líka að það eru bílastæði í kjallara og allt sem því fylgir samkvæmt kröfum í deiliskipulagi. Það leiðir af sér aukinn kostnaður í hússjóð og kyndingu,“ segir Gísli og segir félagið einfaldlega vera að bjóða upp á vöru sem er vönduð. „Verðmatið á þessum íbúðum er þrátt fyrir allt undir markaðsverði og við teljum réttinn hóflega verðlagðan miðað við mat markaðsaðila,“ segir hann.Gísli Örn, framkvæmdastjóri Búseta.vísir/völundurGísli nefnir að inni í verðinu séu fasteignagjöld, tryggingar, viðhalds- og fjármagnskostnaður. „Menn átta sig ekki á því hvað er innifalið í búsetugjaldinu og eiga það til að bera það saman við afborgun lána eina og sér,“ segir hann. Þá sé verðið hærra vegna þess að byggt er miðsvæðis. „Það kostar meira að byggja inni í grónum hverfum. Í úthverfum er hægt að byggja ódýrara húsnæði, þar er auðveldara að athafna sig,“ segir Gísli. „Fasteignamat er að auki hærra miðsvæðis, fasteignamatið gefur forsendu til fasteignagjalda og trygginga,“ segir hann. „Við erum með fjölbreytt val af íbúðum, frá tveggja herbergja íbúðum sem eru verðlagðar á um þrjátíu milljónir, sem er langt undir markaðsvirði ef fólk gerir einfalda leit á fasteignavefnum,“ segir Gísli. Sem dæmi má nefna að í Þverholti 23 er búseturéttur eftir leið B hjá Búseta á fjögurra herbergja, 132 fermetra íbúð á 7.616.400 krónur, þar sem 4.500.000 verða til eignarmyndunar. Mánaðarlegt búsetugjald er 322.818 krónur. „Við getum sagt að það sé ekki fyrir þá allra efnaminnstu að ráða við kostnaðinn sem stafar af hækkuðum byggingarkostnaði í þessum íbúðum sem eru byggðar miðsvæðis. En það er mikil eftirspurn. Margir vilja borga hærra en uppsett verð fyrir búseturéttinn og það er mikill áhugi á íbúðunum,“ segir Gísli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Nú í ágúst auglýsir Búseti 70 búseturétti í 6 nýbyggingum til sölu. Íbúðir í húsunum eru af mörgum stærðum og gerðum, bæði í fjölbýli og raðhúsum. Íbúðirnar eru í Smiðjuholti, við Ísleifsgötu og á Laugarnesvegi. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir að af þessum auglýstu íbúðum séu fimmtíu og sjö í Smiðjuholti. Hann segir búseturéttinn dýrari en oft áður, meðal annars vegna hærri byggingarkostnaðar sökum aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð. Þrátt fyrir það vilji margir bjóða hærra en uppsett verð í réttinn. „Fyrir það fyrsta eru húsin byggð samkvæmt nýjustu byggingarreglugerð og kostnaður hefur því hækkað. Til dæmis eru svalir hússins hljóðeinangraðar samkvæmt kröfum um hljóðvist. Inn í þetta spilar líka að það eru bílastæði í kjallara og allt sem því fylgir samkvæmt kröfum í deiliskipulagi. Það leiðir af sér aukinn kostnaður í hússjóð og kyndingu,“ segir Gísli og segir félagið einfaldlega vera að bjóða upp á vöru sem er vönduð. „Verðmatið á þessum íbúðum er þrátt fyrir allt undir markaðsverði og við teljum réttinn hóflega verðlagðan miðað við mat markaðsaðila,“ segir hann.Gísli Örn, framkvæmdastjóri Búseta.vísir/völundurGísli nefnir að inni í verðinu séu fasteignagjöld, tryggingar, viðhalds- og fjármagnskostnaður. „Menn átta sig ekki á því hvað er innifalið í búsetugjaldinu og eiga það til að bera það saman við afborgun lána eina og sér,“ segir hann. Þá sé verðið hærra vegna þess að byggt er miðsvæðis. „Það kostar meira að byggja inni í grónum hverfum. Í úthverfum er hægt að byggja ódýrara húsnæði, þar er auðveldara að athafna sig,“ segir Gísli. „Fasteignamat er að auki hærra miðsvæðis, fasteignamatið gefur forsendu til fasteignagjalda og trygginga,“ segir hann. „Við erum með fjölbreytt val af íbúðum, frá tveggja herbergja íbúðum sem eru verðlagðar á um þrjátíu milljónir, sem er langt undir markaðsvirði ef fólk gerir einfalda leit á fasteignavefnum,“ segir Gísli. Sem dæmi má nefna að í Þverholti 23 er búseturéttur eftir leið B hjá Búseta á fjögurra herbergja, 132 fermetra íbúð á 7.616.400 krónur, þar sem 4.500.000 verða til eignarmyndunar. Mánaðarlegt búsetugjald er 322.818 krónur. „Við getum sagt að það sé ekki fyrir þá allra efnaminnstu að ráða við kostnaðinn sem stafar af hækkuðum byggingarkostnaði í þessum íbúðum sem eru byggðar miðsvæðis. En það er mikil eftirspurn. Margir vilja borga hærra en uppsett verð fyrir búseturéttinn og það er mikill áhugi á íbúðunum,“ segir Gísli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira