„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 13:02 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42
Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49
Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00